Loftmengun liggur víða yfir höfuðborgarsvæðinu

Tilkynningar

Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitið vekja athygli á að loftgæði eru verulega skert á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands liggur gosmóða og gasmengun yfir höfuðborgarsvæðinu.

Höfum varann á og verum meðvituð þótt veðrið sé gott

Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitið vekja athygli á að loftgæði eru verulega skert á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands liggur gosmóða og gasmengun yfir höfuðborgarsvæðinu.

Í morgun hafa þokuský legið yfir vestanverðu landinu, einnig hefur verið sýnileg gosmóða sem stafar af umbreytingu SO2 gass í blámóðu SO4. Gasmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu. Á höfuðborgarsvæðinu er hæg breytileg átt í dag, en í kvöld snýst í suðlæga átt og þá ætti mengunin að blása til norðurs. Í nótt og á morgun verður ákveðin suðaustlæg átt, og þá má ekki búast við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem eru viðkvæm og með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna mengunar frá eldgosinu á Reykjanesi.

Sjá má á korti Umhverfisstofnunar að mælar í Hafnarfirði (kl. 12:23) eru á grænu þessa stundina

Ábendingagátt