Lokaáfangi við endurbyggingu Norðurgarðs – framkvæmdir hefjast

Fréttir

Famkvæmdir við endurbyggingu garðsins hefjast á næstu dögum. Íbúar við Norðurbakkann fá nú bréf inn um lúguna. Það geymir upplýsingar um frágang framkvæmda við þennan lokaáfang.

Frágangur á Norðurbakkasvæðinu

Framkvæmdum við frágang á Norðurbakkasvæðinu er að mestu lokið en lokaáfanginn er endurbygging Norðurgarðsins. Nú er komið að því að byggja grjótvörn ofan á og undirbúa uppsteypu svo hækka megi garðinn sjálfan. Lokaverkefnið verður frágangur á yfirborði og að tryggja aðgengi almennings út á garðinn.

Þrískipt framkvæmd

Framkvæmdir við endurbyggingu garðsins hefjast á næstu dögum. Þær standa í nokkrar vikur. Grjóti verður bætt ofan á fyrri fyllingu utan við garðinn. Notast verður við stóra gröfu og efni safnað í grjótfyllingu ofan við garðinn.

Takmarka þarf umferð við þennan hluta göngustígsins á vinnutíma. Keyrt verður með efni að bakkanum við hlið Norðurbakka 19-25. Reynt verður að takmarka sem kostur alla efnisflutninga og fyllsta öryggis gætt við umferð og framkvæmdir.

Á komandi sumri er svo stefnt að uppsteypu á garðinum. Þá þarf að takmarka umferð um stíginn á meðan steypuframkvæmdir standa yfir. Dagsetningar verða kynntar þegar þær liggja fyrir.

Framkvæmdir við frágang á trédekki á yfirborði garðsins munu eiga sér stað á komandi hausti. Þær verða einnig kynntar betur þegar nær dregur. Ekki þarf að takmarka umferð um göngustíginn nema meðan efni er flutt á staðinn. Rík áhersla verður lögð á að umhirða á svæðinu verði góð og verður  úrgangsefni fjarlægt jafnóðum.

Við þökkum íbúum fyrir sýndan skilning á meðan á framkvæmdum stendur.

 

Ábendingagátt