Lokað í sundlaugum frá og með 7. október

Fréttir

Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi á miðnætti 7. október fela m.a. í sér lokun á sundlaugum og baðstöðum.

Tilkynning uppfærð miðvikudaginn 7. október

Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi á miðnætti 7. október fela m.a. í sér lokun á sundlaugum og baðstöðum. Sundlaugar Hafnarfjarðar, sem lokaðar voru í dag miðvikudaginn 7. október meðan beðið var eftir efni og innihaldi nýrrar reglugerðar, verða því áfram lokaðar. Gildistími takmarkana er til og með 19. október eða þar til aðrar breytingar verða auglýstar. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog.

Fastagestum sundlauganna og öðrum er fyrirfram þakkaður sýndur skilningur og er það von allra að laugarnar opni sem fyrst aftur eða um leið og aðstæður og umhverfi leyfa. 

_____________________________________________

Tilkynning birt 6. október

Vegna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við skólasund.

Næstu skref varðandi opnunartíma sundlauga verða auglýstar þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem snýr að auknum takmörkum á höfuðborgarsvæðinu verður birt.

Ábendingagátt