Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Krýsuvíkurvegi

Fréttir

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðvestur frárein við Krýsuvíkurgatnamót. Um er að ræða frárein frá Reykjanesbraut úr vestri að Krýsuvíkurvegi.

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar (41)
í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðvestur frárein við Krýsuvíkurgatnamót.
Um er að ræða frárein frá Reykjanesbraut úr vestri að Krýsuvíkurvegi.

Gera má ráð fyrir að frárein verði lokuð frá og með morgundeginum 26. nóvember eftir morgunumferð. Umferð verður beint
um hjáleið um Strandgötu og Ásbraut. Ráðgert er að vinna standi yfir í þrjár
vikur.

Frarein

Vegagerðin vonast til að vegfarendur sýni framkvæmdunum
skilning og þolinmæði.

Ábendingagátt