Lokun milli Skógaráss og Brekkuáss

Tilkynningar

Í samþykktu skipulagi fyrir Ásland 4 er Skógarás hluti af  því hverfi og tengist þar með við gatnakerfi þess. Þar sem nú er búið að malbika þær götur sem tengja Skógarás við Ásvallabraut sem lið í uppbyggingu gatnahverfis í Áslandi 4 er komið að lokun á milli Brekkuáss og Skógaráss.

Lokun mun eiga sér stað frá og með fimmtudeginum 2. maí

Í samþykktu skipulagi fyrir Ásland 4 er Skógarás hluti af því hverfi og tengist þar með við gatnakerfi þess. Þar sem nú er búið að malbika þær götur sem tengja Skógarás við Ásvallabraut sem lið í uppbyggingu gatnahverfis í Áslandi 4 er komið að lokun á milli Brekkuáss og Skógaráss sem nýtt var sem tímabundin lausn a meðan á uppbyggingu innviða fyrir svæðið stóð. Eftir lokunina munu íbúar Skógaráss fara um Vörðuás og þannig niður á Ásvallabraut. Skilti verða sett upp til áminningar við Brekkuás/Kaldárselsveg.

Náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls

 

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði, íbúðahverfi sem kemur í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi.  Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.

Ábendingagátt