Lokun sundstaða vegna heitavatnsleysis

Tilkynningar
Skrúfað fyrir heita vatnið vegna framkvæmda með tilheyrandi áhrifum á heimili, fyrirtæki, stofananir og sundstaði. Framkvæmdir hafa meðfylgjandi áhrif á opnunartíma sundstaða meðal annars í Hafnarfirði.

Lokanir sundstaða vegna heitavatnsleysis

Skrúfað fyrir heita vatnið vegna framkvæmda með tilheyrandi áhrifum á heimili, fyrirtæki, stofananir og sundstaði. Minnum á að heita­vatns­laust verður í Hafnar­firði sem og í Kópa­vogi, Garðabæ, Norð­linga­holti, Breið­holti og á Álfta­nesi frá kl. 22 í kvöld 19. ágúst til hádegis 21. ágúst. Heitavatnsleysið hefur áhrif á opnunartíma sundlauga á þessu svæði en lokað verður í sundlaugarnar m.a. í Hafnarfirði allan daginn á morgun, þriðjudag.

Mánudagur 19. ágúst
Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug loka kl. 21.30

Þriðjudagur 20. ágúst
Lokað í Suðurbæjarlaug, Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar
Gym Heilsa í Ásvallalaug opin án búningsklefa

Miðvikudagur 21. ágúst
Lokað í Suðurbæjarlaug, Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar til kl. 12. Mögulega opna einhver laugarker síðar þann sama dag allt eftir því hver staðan er á heitu vatni í kerjunum.
Gym Heilsa í Ásvallalaug opin án búningsklefa meðan lokað er eða til kl. 12

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt