Lúðrasveitin fagnar 75 árum í Hörpu í kvöld
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur upp á 75 ára afmælið með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. „Stemningin er afar góð og við full tilhlökkunar,“ segir Rúnar Óskarsson, hljómsveitarstjórnandi. Kjarni sveitarinnar sé þéttur og hún í sókn.
Lúðrasveitin í framför – Fagnar 75 árum
„Stemningin er afar góð og við full tilhlökkunar,“ segir Rúnar Óskarsson, hljómsveitarstjóri Lúðrarsveitar Hafnarfjarðar. Sveitin fagnar 75 ára afmæli í dag og blæs til afmælistónleika í Norðurljósum, Hörpu, í kvöld 9. apríl kl. 20:00. Salan hefur verið er góð og enn nokkur pláss vilji fleiri slást í hópinn.
Fagna tímamótunum
„Við höfum æft prógramm kvöldsins síðan í janúar. Undirbúningurinn hefur staðið töluvert lengur yfir. Það tekur tíma að skipuleggja svona stórviðburð,“ segir Rúnar um afmælistónleikana. „Við spilum verk frá upphafsárum. Varpað verður myndum úr starfinu á skjá. Já, þetta eru sannkallaðir afmælistónliekar.“
Spurður segir Rúnar þann yngsta í sveitinni um tvítugt og að sá elsti sé á áttræðisaldri. „Hér er fólk á öllum aldri, verkfræðingar, tónlistarkennarar, allt milli himins og jarðar en öll hafa alist upp í lúðrasveitu,“ segir Rúnar. „Sá sem hefur verið lengst í lúðrasveitinni er Þorleikur Jóhannesson og hefur verið í hálfa öld. Byrjaði mjög ungur.“ Rúnar segir sterkan kjarna í sveitinni. Hljómsveitin sé í framför.
Árið 1950 gjöfult
Lúðrasveitin er nú 75 ára rétt eins og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar sem fagnaði um helgina. Rúnar bendir á að Sinfóníuhljómsveitin fagni einnig 75 árum sem og Þjóðleikhúsið. „Það hefur verið hugur í fólki þetta ár; árið 1950.“
Efnisskráin samanstendur að miklu leyti af verkum sem hafa nýlega verið samin eða útsett fyrir lúðrasveitir, meðal annars eftir Philip Sparke, John Williams og Johan de Meij. Einnig verða leikin ýmis verk sem lúðrasveitin hefur leikið gegnum tíðina, svo sem Blásið hornin eftir Árna Björnsson og konsertpolka Páls Pampichler Pálssonar fyrir tvær klarinettur og lúðrasveit, en þar munu Ásdís Birta Guðnadóttir og Kristín Jóna Bragadóttir spila sólópartana.
- Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur fyrir 16 ára og yngri en 3000 krónur fyrir fullorðna. Miðasala fer fram á tix.is.
Við óskum Lúðrasveit Hafnarfjarðar innilega til hamingju með afmælið.