Lumar þú á ævintýrlegum og uppbyggjandi hugmyndum fyrir sundlaugar bæjarins?  

Fréttir

Sundlaugarnar í Hafnarfirði eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Í loftið er komin könnun um sundlaugarnar í bænum sem hefur þann tilgang að fá hugmyndir frá íbúum og öðrum áhugasömum um hvernig auka megi sérstöðu og sjarma hverrar laugar, betrumbæta umhverfi þeirra, aðstöðu og þjónustu. 

Taktu þátt í könnun um sundstaðina í Hafnarfirði

Við viljum heyra frá þér!

Sundlaugarnar í Hafnarfirði eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Í loftið er komin könnun um sundlaugarnar í bænum sem hefur þann tilgang að fá hugmyndir frá íbúum og öðrum áhugasömum um hvernig auka megi sérstöðu og sjarma hverrar laugar, betrumbæta umhverfi þeirra, aðstöðu og þjónustu.

Kallað er eftir hugmyndum af öllum stærðum og gerðum

Eitt af markmiðum heilsubæjarins Hafnarfjarðar er að stuðla að aukinni vellíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Aðlaðandi sundlaugar sem svara kröfum og þörfum samfélagsins eru liður í áframhaldandi og stöðugri vegferð að aukinni vellíðan.

Svörun á könnun tekur um 5-10 mínútur

Niðurstöðurnar verða á engan hátt rekjanlegar og nýttar í þeim einum tilgangi að gera gott betur og fá hugmyndir að því hvernig bæta megi sundlaugar sveitarfélagsins. Ef spurningar vakna um könnunina eða framkvæmdina má senda línu á netfangið: sundstadir@hafnarfjordur.is 

Svara könnun 

Ábendingagátt