Lúvísa ráðin gæðastjóri

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið til sín gæðastjóra í nýja stöðu hjá bænum. Starf gæðastjóra var auglýst laust til umsóknar um miðjan september síðastliðinn.  Lúvísa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið.

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið til sín gæðastjóra en starf gæðastjóra var auglýst laust til umsóknar um miðjan september síðastliðinn.  Lúvísa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið. 

LuvisaSigurdardottirLúvísa lauk Msc gráðu í byggingarverkfræði frá Háskólanum í
Reykjavík árið 2010 og Bsc í byggingartæknifræði frá sama skóla árið 2008. Lúvísa hefur síðastliðið ár starfað hjá Actavis, þar sem hún
hefur séð um daglegan rekstur öryggis-, heilsu- og umhverfisstjórnunarkerfis
fyrirtækisins. Þar á undan gegndi hún starfi gæða- og öryggisstjóra hjá
Vélsmiðjunni Hamri, þar sem hún sá m.a. um innleiðingu á vottuðu
gæðastjórnunarferli.

Lúvísa hefur einnig sinnt kennslu í aðferðafræði og tölfræði
við Háskólann í Reykjavík. Lúvísa mun hefja störf í upphafi á nýju ári. Við bjóðum Lúvísu
velkomna til starfa. 

Ábendingagátt