Lýðheilsa ungs fólks 2016

Fréttir

Nýverið kom út skýrsla um unglinga  í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði. Skýrslan tekur á fjölda þátta í lífi unglinga s.s. líðan, frítíma, virkni og neyslu. Mælitæki rannsóknar eru ítarlegir spurningalistar með spurningum sem mótaðar hafa verið af fagfólki í félagsvísindum.

Nýverið kom út ný skýrsla um unglinga  í 8. –
10. bekk í Hafnarfirði. Í skýrslunni eru bornir saman unglingar úr
Hafnarfirði við jafnaldra sína á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Allir
nemendur sem mættu í skólann þegar þessi rannsókn fór fram tóku þátt eða um
85% unglinga í Hafnarfirði. Skýrslan tekur á fjölda þátta í
lífi unglinga s.s. líðan, frítíma, virkni og neyslu. Mælitæki rannsóknar eru ítarlegir spurningalistar með spurningum sem mótaðar hafa verið af fagfólki í félagsvísindum. Niðurstöður fyrir Hafnarfjörð eru þær helstar að unga fólkið í Hafnarfirði lifir afar heilbrigðu lífi og má segja að mikil íþróttaiðkun sé einkenni hafnfirska unglinga.  Aukin kannabisneysla unglinga er áhyggjuefni og kallar á aukna fræðslu og eftirlit.

Greining áhrifaþátta á áhættuhegðun og neyslu

Forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „íslenska módel“ nú notað sem fyrirmynd starfs víðs vegar í Evrópu. Rannsóknir & greining hefur kappkostað að hámarka nýtingu rannsóknargagna með því að greina staðbundnar niðurstöður fyrir sveitarfélög, skóla og aðra á hverju ári og koma niðurstöðunum til vettvangs. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum úr Ungt Fólk rannsókninni árið 2016. Vímuefnaneysla unglinga er skoðuð yfir tíma og ítarlega skipt niður eftir flokkum og þá eru umfangsmiklar niðurstöður er varða lýðheilsu ungmenna settar fram. Greindir eru þættir sem hafa áhrif á líkur á áhættuhegðun og vímuefnaneyslu, svo sem samband við foreldra, eftirlit og útivistartími, viðhorf til náms, líðan í skóla og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og tómstundastarfi. Einnig er greint frá niðurstöðum um tölvunotkun og neteinelti meðal nemenda.

Skýrslan er aðgengileg hér

Ábendingagátt