Lýðheilsuvísar 2023 – niðurstöður fyrir Hafnarfjörð

Fréttir

Embætti Landlæknis kynnti nýverið lýðheilsuvísa fyrir árið 2023. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Í ár voru, í fyrsta sinn formlega, gefnir út lýðheilsuvísar fyrir níu fjölmennustu sveitarfélögin. Hafnarfjarðarbær er í hópi þessara sveitarfélaga.

Tækifæri til heilsueflingar og forvarna

Embætti Landlæknis kynnti nýverið lýðheilsuvísa fyrir árið 2023. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2016 og í ár voru, í fyrsta sinn formlega, gefnir út lýðheilsuvísar fyrir níu fjölmennustu sveitarfélögin. Hafnarfjarðarbær er í hópi þessara sveitarfélaga.

Allt um lýðheilsuvísana á Islands.is

Greining auðveldar vinnu með bætta heilsu og líðan

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, þ.m.t. heilsueflandi samfélögum, heilbrigðisþjónustu og öðrum að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna markvisst að bættri heilsu og líðan. Við val á lýðheilsuvísum er sjónum beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna.

Niðurstöður fyrir Hafnarfjörð

Dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir Hafnarfjarðarbæ eru frábrugðnar landsmeðaltali og gefa sveitarfélaginu, heilsubænum Hafnarfirði, heilbrigðisþjónustu og fleirum ákveðnar vísbendingar um tækifæri til heilsueflingar og forvarna:

  • Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini meiri
  • Færri bíða eftir hjúkrunarrými
  • Neysla D-vítamíns barna í 1. bekk meiri
  • Sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára fleiri
  • Þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini minni
  • Fleiri sérfræðingsheimsóknir

Heilsueflandi samfélag, vinnustaður, grunnskólar og leikskólar

Hafnarfjörður hefur verið heilsueflandi samfélag frá árinu 2015 og hóf þá vegferð að verða heilsueflandi vinnustaður á árinu 2022 og hefur með markvissum hætti verið að leggja enn frekari áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og gera heilsueflingu að sjálfsögðum hluta af stefnu bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 31.000 íbúa og um 2500 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum á um 75 starfsstöðvum um allan bæ. Þegar eru fjöldi leik- og grunnskóla í Hafnarfirði orðnir heilsueflandi og heilsuefling orðin hluti af nýrri heildarstefnu bæjarins til ársins 2035.

 

Ábendingagátt