Lykiltölur í lífi hafnfirskra barna – rannsókn 2020

Fréttir

Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu. Hafnarfjörður fær sérstaka skýrslu um niðurstöður sínar og  gefa þær ákveðna mynd af lífstíl, viðhorfi og vímuefnaneyslu hafnfirskra ungmenna. Könnun þessi var framkvæmd í febrúar.

Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu sem Rannsóknir og greining framkvæma fyrir Menntamálaráðuneytið. Hafnarfjörður fær sérstaka skýrslu um niðurstöður síns sveitarfélags sem gefa ákveðna mynd af lífstíl, viðhorfi og vímuefnaneyslu hafnfirskra ungmenna. Könnun þessi var framkvæmd í febrúar.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

LykiltolurUngmenna2020

Niðurstöður rannsóknar fyrir hafnfirsk ungmenni er að finna hér

Öflugt forvarnarstarf lykill að árangri

Forvarnarstarf meðal unglinga
hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „Íslenska
forvarnarmódel“ nú notað sem fyrirmynd starfs víðsvegar um heiminn. Rannsóknir
og greining hefur kappkostað að hámarka nýtingu rannsóknargagnanna með því að
greina staðbundnar niðurstöður fyrir sveitarfélög eins og Hafnarfjörð, hverfi,
skóla og aðra hagsmunaaðila á hverju ári. Markmiðið er að niðurstöðurnar komist
til skila til þeirra sem vinna að því að bæta líf barna og ungmenna frá grasrótinni
og upp úr. Mikil áhersla er lögð á að meta þá þætti sem skipta máli í lífi
ungmenna hverju sinni og meta breytingar í samfélaginu. Í fyrirlögninni árið
2020 var bætt við spurningum sem snúa að svefnvenjum ungmenna og ítarlegri
spurningum um koffínneyslu og rafrettunotkun. Öllum nemendum sem voru mættir í
kennslustund daginn sem könnunin fór fram var boðið að svara spurningalistanum.
Svarhlutfall á landsvísu var tæplega 85%. Mælitæki rannsóknarinnar eru
spurningalistar sem hafa verið þróaðir ár frá ári. Spurningalistinn árið 2020
var 31 blaðsíða og innihélt 88 spurningar í mismörgum liðum.

Við hvetjum foreldra, forráðamenn og alla þá sem vinna með börnum og unglingum til að kynna sér niðurstöðurnar. Hver grunnskóli í Hafnarfirði fær niðurstöður könnunar og innanhúss er unnið áfram með niðurstöðurnar.

Ábendingagátt