Lýsandi úlpa er nýsköpun nemenda í Víðistaðaskóla

Fréttir

Hönnunarbikarinn NKG 2022 fengu þær Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir sem í ár hlaut viðurkenninguna Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022. 

Hönnunarbikarinn 2022 til nemenda í Víðistaðaskóla

Hönnunarbikarinn NKG 2022 fengu þær Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir sem í ár hlaut viðurkenninguna Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022. 

Mennta- og barnamálaráðherra afhenti á dögunum verðlaun fyrir nýsköpun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla á laugardag. Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljós. 

Tilkynning á vef Stjórnarráðsins 

HonunarbirkaHér má sjá þær Önnu Heiðu Óskarsdóttur, Helgu Sóley Friðþjófsdóttur og Sveindísi Rósu Almarsdóttur nemendur í 7. bekk Víðistaðaskóla með Ásmundi Einari Daðasyni og Sófúsi Árna Hafnsteinssyni. 

NKG2022_allir

Allir þátttakendur í nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2022.  

Hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla 

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík. Mennta- og barnamálaráðuneytið er eigandi Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Menntavísindasvið Háskóla Íslands annast rekstur keppninnar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banka, Samtök Iðnaðarins, ELKO, IKEA, grunnskóla o.fl. Verndari Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson.

Nánari upplýsingar um verðlaunahafa og hugmyndir þeirra

Ábendingagátt