Mælistika á bókasafninu

Fréttir

Á Bókasafni Hafnarfjarðar hefur verið sett upp tveggja metra há mælistika. Hugmyndin er að börn sæki sér bók á Bókasafninu og kanni hæð sína í leiðinni.

Á Bókasafni Hafnarfjarðar hefur verið sett upp tveggja metra
há mælistika. Hugmyndin er að börn sæki sér bók á Bókasafninu og kanni hæð sína
í leiðinni. Í næstu heimsókn á Bókasafnið geta þau þá mælt sig aftur og athugað
hvort þau hafi stækkað frá því síðast. Stikan gerir þó ráð fyrir fólki á öllum
aldri enda nógu löng svo að flestir fullorðnir geti stillt sér upp við hana.
Mælistikan var unnin af Jóni Bjarna Bjarnasyni, formanni Karla í skúrum.
Heilsubærinn Hafnarfjörður þakkar honum kærlega fyrir vel unnið verk.

Isak02

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ísak Darra Tryggvason prófa
mælistikuna. Hann mældist 135 cm eftir að hafa fengið að láni bækurnar „Langelstur
í bekknum“ eftir Bergrúnu Írisi og „Geimverur – leitin
að lífi í geimnum“ eftir Stjörnu Sævar og Villa Vísindamann. Nú er bara
spurning hvað Ísak mælist þegar hann er búinn að lesa.

Isak03

Sækir bók og stillir næst
höfði upp að stiku.
Kannar hvort að hafi bæst
við tölu eftir viku.

Höf.: Íris Ósk Jónsdóttir, 2021

Ábendingagátt