Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í hátíðinni.
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og framkvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Allir þessir viðburðir eru ókeypis auk þess sem frítt er fyrir börn yngri en 16 ára á Snjófögnuðinn í Bláfjöllum .
Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur og Kópavogskirkju. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lýsa einnig upp lykilbyggingar eins og Bessastaði, Lágafellskirkju, Gróttuvita og Byggðasafn Hafnarfjarðar. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í þessu samspili ljóss og myrkurs. Í tengslum við hátíðina verður slökkt á götulýsingu í miðborginni sunnudaginn 5. febrúar frá kl. 21-22. Það er gert til að vekja athygli á hugmyndinni um myrkurgæði og til að gera fólki kleift að upplifa himinhvolfið í sinni tærustu mynd. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína í nærliggjandi sveitarfélagi. Orkusalan er aðalbakhjarl Vetrarhátíðar í ár.
Skipulag Vetrarhátíðar:
Vetrarhátíð verður sett fimmtudaginn 2. febrúar kl. 19.40 með afhjúpun ljóslistaverksins Sköpun lands á Hallgrímskirkju. Verkið er eftir listamanninn Ingvar Björn og er samsett úr myndbrotum frá ýmsum eldgosum hér á landi t.d. í Holuhrauni (2014-2015). Samhliða því verður frumflutt hljóðverk þar sem m.a. lesin eru upp öll stærstu eldgos Íslandssögunnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina. Eftir setninguna fer af stað ljóshestareið hesta og ungmenna í Fáki frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og þaðan á Arnarhól. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og tala við knapanna. Á sama tíma og setningin fer fram verða samtals tæplega 30 byggingar í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu lýstar upp með einkennislitum Vetrarhátíðar sem eru litir norðurljósanna eða grænn og fjólublár. Byggingarnar verða baðaðar ljósunum meðan á Vetrarhátíð stendur.
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna 45 söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar frá kl. 18-23 og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið yfir 120 viðburða af öllum stærðum og gerðum í söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Það verður m.a. hægt að fara í pulsupartý í Garðskálanum í Gerðarsafni í Kópavogi, gera draugagrímur á Bókasafninu á Seltjarnarnesi, fara á opnun sýningar á verkum Ilmar Stefánsdóttur í Hafnarhúsinu, fara í jóga í Bókasafni Mosfellsbæjar, heyra spennandi þjóðsögu á Hvalasýningunni, sjá ljósasirkus í Borgarbókasafninu Grófinni, fara í fornleifakjallarann á Bessastöðum, sjá alvöru víkinga á Sögusafninu, fara í ratleik í Hönnunarsafninu í Garðabæ, fara til spákonu eða taka þátt í draugagöngu í Árbæjarsafni, sjá norðurljósin í Auroru Reykjavík, skoða myntir í Seðlabankanum, sjá drauga fortíðar í Hinu húsinu, sjá alvöru eldsmiði og víkinga á Landnámssýningunni, hlusta á pönkhljómsveitir í Pönksafninu eða fara í stjörnuskoðun í Bókasafni Hafnarfjarðar. Safnanæturleikurinn á sér stað á öllum söfnunum en þar geta gestir svarað laufléttum spurningum og unnið árskort á söfn, fallegar gjafir frá söfnunum ásamt öðrum skemmtilegum gjöfum. Sérstakur Safnanæturstrætó gengur á milli safnanna á öllu höfuðborgarsvæðinu og auðveldar gestum heimsóknina. Safnanæturstrætó verður með óvenjulegu sniði í ár en Kvikmyndasafn Íslands verður með sýningar um borð þar sem hægt verður að sjá efni sem kemur ekki oft fyrir sjónir almennings. Miðstöð Safnanæturstrætó verður á Kjarvalsstöðum.
Sjá dagskrá Safnanætur í Hafnarfirði HÉR
Á föstudeginum 3. febrúar verður reiðhjólakeppnin Brekkusprettur haldin kl. 19 á Skólavörðustígnum. Þar reynir fyrst og fremst á spretthörku þátttakenda.
Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 4. febrúar en frítt verður í sund frá klukkan 18-23 í níu sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Gestir fá að upplifa einstaka kvöldstund í sundlaugunum þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt en meðal þess sem er í boði er jóga, dans, samflot, kajaksiglingar í sundi, sundpóló, Improv Ísland og tónleikar með Jóni Jónssyni. Þær sundlaugar sem taka þátt í Sundlauganótt að þessu sinni eru:Álftaneslaug, Árbæjarlaug, Ásvallalaug, Klébergslaug, Lágafellslaug, Laugardagslaug, Salalaug (Sundlaugin Versölum), Sundlaug Kópavogs og Seltjarnarneslaug.
Sjá dagskrá Sundlauganætur í Hafnarfirði HÉR
Á laugardeginum 4. febrúar fer fram Norðurljósahlaup WOW í fyrsta skipti en um er að ræða skemmtiskokk þar sem þátttakendur verða skeyttir upplýstum armböndum sem blikka í takt við hlaupatakt þátttakenda. Hlaupið er 5 km. og hefst við Hörpu kl. 19 og síðan er hlaupið um miðbæinn. Engin tímataka er í hlaupinu sem nú er haldið í fyrsta skipti. Nánari upplýsingar er að finna á: www.nordurljosahlaup.is
Við fögnum svo snjó og birtu í Bláfjöllum sunnudaginn 5. febrúar á lokadegi Vetrarhátíðar þar sem íbúum höfuðborgarsvæðisins er boðið að njóta skemmtilegrar viðburðadagskrár frá kl. 10-17. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fjallið og 20% afsláttur af skíðaleigu. Tilboð á veitingum í veitingasölu.
Vetrarhátíð lýkur svo með myrkvun miðborgarinnar kl. 21-22 sunnudaginn 5. febrúar. Það er gert til að vekja athygli á hugmyndinni um myrkurgæði og gera fólki kleift að upplifa himinhvolfið í sinni tærustu mynd. Rafmagn verður ekki tekið af íbúðarhúsnæði og fólk er í sjálfsvald sett hvort það slekkur ljósin á áðurnefndum tíma eður ei. Það skal líka tekið fram að þessi myrkvun hefur engin áhrif á öryggiskerfi og þá verða öll umferðarljós í borginni virk.
Nánari upplýsingar á: Vetrarhatid.is
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.