Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí

Fréttir

Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut.

Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut. Umferð á leið frá Reykjavík til Keflavíkur verður færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót.

 

Búast má við töfum á Reykjanesbraut milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta milli kl 16:00 og 18:00.

 

Vegfarendur eru hvattir til að fylgja merkingum á vinnusvæðinu og virða hámarkshraða.

Ábendingagátt