Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Starfsfólk og nemendur á Baggalá á leikskólanum Álfabergi opnuðu þann 1. desember sl. fyrsta pakkann á málörvunar- og jóladagatali deildarinnar. Í desember er áhersla lögð á leikföng og liti í orðaforða barnanna og var ákveðið að nota tækifærið og tengja jóladagatalið og hið gullfallega tré þess beint við það. Hugmyndasmiðurinn og fagurkerinn á bak við dagatalið er Sandra Jónsdóttir, starfsmaður deildarinnar.
Dagatalið hefur vakið mikla lukku hjá nemendum og ekki síður hjá starfsfólki leikskólans það sem af er desember. Endanleg útfærsla á dagatalinu byggir á mörgum hugmyndum úr fjölbreyttum áttum, m.a. frá RÚV og Múmínálfunum auk þess sem Pinterest var notað til að kveikja hugmyndir að útfærslu og útliti. Jóladagatalið á RÚV, sem sýnt var þegar Sandra sjálf var að alast upp, er henni sértaklega minnistætt og má segja að hugmyndafræðin m.a. á bak við það dagatal leggi tóninn í málörvunar- og jóladagatal Álfabergs. Í jóladagatali RÚV var stuðst við eitthvað kunnuglegt úr þáttunum sem sýndir voru á RÚV á þessum tíma. Því vaknaði sú hugmynd að gera dagatal sem væri bæði skemmtilegt og kunnuglegt fyrir krakkana með sterkri tengingu við verkefni og vinnu á leikskólanum. Kvöldlestur með syninum um jólahátíð Múmínálfanna ýtti svo enn frekar undir þessa sýn og hugmyndavinnu en í bókinni segir frá því hvernig Múmínálfarnir skreyta jólatré utandyra með allskyns smádóti af heimilinu, smádóti sem þeir sjálfir áttu og pökkuðu inn. Hugsun sem er falleg og góð og mjög umhverfisvæn.
Málörvunar- og jóladagatalið er sannarlega líka umhverfisvænt og byggir einmitt á hugmyndafræðinni um þátttöku og tengsl. Dagatalið samanstendur af pappa utan af hillueiningum, klósettrúllum og útrunnu möndlumjöli. Pappinn var notaður sem grunnur undir sjálft jólatréð og pökkunum 24 pakkað inn með klósettrúllum. Í pökkunum er kunnuglegt dót af deildinni og á degi hverjum opnar eitt barn pakka og sýnir samnemendum sínum glaðninginn, lýsir honum með eigin orðum og tengir við leikstöð glaðnings. Möndlumjölið fékk svo framhaldslíf sem brúnar tröllaleirsperlur á jólatréð sem krakkarnir sjálfir nota til að hengja á jólaskraut. Jólatréð sjálft er skreytt jafnt og þétt fram að jólum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…