Málörvunar- og jóladagatal Álfabergs

Fréttir

Starfsfólk og nemendur á Baggalá á leikskólanum Álfabergi opnuðu þann 1. desember sl. fyrsta pakkann á málörvunar- og jóladagatali deildarinnar. Í desember er áhersla lögð á leikföng og liti í orðaforða barnanna og var ákveðið að nota tækifærið og tengja jóladagatalið og hið gullfallega tré þess beint við það. Hugmyndasmiðurinn og fagurkerinn á bak við dagatalið er Sandra Jónsdóttir, starfsmaður deildarinnar.

Starfsfólk og nemendur á Baggalá á leikskólanum Álfabergi
opnuðu þann 1. desember sl. fyrsta pakkann á málörvunar- og jóladagatali
deildarinnar. Í desember er áhersla lögð á leikföng og liti í orðaforða
barnanna og var ákveðið að nota tækifærið og tengja jóladagatalið og hið
gullfallega tré þess beint við það. Hugmyndasmiðurinn og fagurkerinn á bak við
dagatalið er Sandra Jónsdóttir, starfsmaður deildarinnar.

Jóladagatal sem börnin eiga auðvelt með að tengja við

Dagatalið hefur vakið mikla lukku hjá nemendum og ekki síður
hjá starfsfólki leikskólans það sem af er desember. Endanleg útfærsla á
dagatalinu byggir á mörgum hugmyndum úr fjölbreyttum áttum, m.a. frá RÚV og
Múmínálfunum auk þess sem Pinterest var notað til að kveikja hugmyndir að
útfærslu og útliti. Jóladagatalið á RÚV, sem sýnt var þegar Sandra sjálf var að
alast upp, er henni sértaklega minnistætt og má segja að hugmyndafræðin m.a. á
bak við það dagatal leggi tóninn í málörvunar- og jóladagatal Álfabergs. Í
jóladagatali RÚV var stuðst við eitthvað kunnuglegt úr þáttunum sem sýndir voru
á RÚV á þessum tíma. Því vaknaði sú hugmynd að gera dagatal sem væri bæði skemmtilegt
og kunnuglegt fyrir krakkana með sterkri tengingu við verkefni og vinnu á
leikskólanum. Kvöldlestur með syninum um jólahátíð Múmínálfanna ýtti svo enn
frekar undir þessa sýn og hugmyndavinnu en í bókinni segir frá því hvernig
Múmínálfarnir skreyta jólatré utandyra með allskyns smádóti af heimilinu,
smádóti sem þeir sjálfir áttu og pökkuðu inn. Hugsun sem er falleg og góð og mjög
umhverfisvæn.

Pappaeiningar, klósettrúllur og útunnið möndlumjöl

Málörvunar- og jóladagatalið er sannarlega líka
umhverfisvænt og byggir einmitt á hugmyndafræðinni um þátttöku og tengsl.
Dagatalið samanstendur af pappa utan af hillueiningum, klósettrúllum og útrunnu
möndlumjöli. Pappinn var notaður sem grunnur undir sjálft jólatréð og pökkunum 24
pakkað inn með klósettrúllum. Í pökkunum er kunnuglegt dót af deildinni og á
degi hverjum opnar eitt barn pakka og sýnir samnemendum sínum glaðninginn,
lýsir honum með eigin orðum og tengir við leikstöð glaðnings. Möndlumjölið fékk
svo framhaldslíf sem brúnar tröllaleirsperlur á jólatréð sem krakkarnir sjálfir
nota til að hengja á jólaskraut. Jólatréð sjálft er skreytt jafnt og þétt fram
að jólum.

Ábendingagátt