Málþing Skóla- og Fjölskylduþjónustu um eflt samstarf

Fréttir

Einstakt tækifæri sé að ræða fyrir foreldra, forráðamenn og aðra uppalendur að kynna sér allt það fjölþætta starf  af meiri dýpt en áður hefur boðist.

Hafnarfjarðarbær blæs til
sameinaðs málþings í næstu viku undir yfirskriftinni „Þjónusta við börn og ungmenni í Hafnarfirði“ en það fer fram í
Hraunvallaskóla.
Það eru tvö umfangsmestu svið sveitarfélagsins, fræðslu- og frístundaþjónusta og
fjölskylduþjónustan sem standa sameiginlega að málþinginu en síðustu misseri
hafa sviðin markvisst unnið að enn meira samstarfi í ýmsu málaflokkum sem snúa
að börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra með það í huga að geta veitt þeim
betri þjónustu og fyrr en áður hefur þekkst.

Þó það sé ákveðinn rauður
þráður í málþinginu er þó engu að síður um að ræða heildstæða og öfluga
yfirlitsmynd af starfseminni og skora stjórnendur sveitarfélagsins á alla sem
vilja láta sig þennan málaflokk varða að koma og sitja málþingið. Það er
tímasett með þarfir vinnandi fólks í huga en það stendur frá 17:00 þriðjudaginn
17. apríl til 19:00 og fara kynningar og erindi fram á fimm stofum í
Hraunvallaskóla.

Fyrir utan snemmtæka íhlutun
sem kynnt var hér að ofan þá er fjöldi annarra erinda í boði sbr. erindi eins
og „Kennsluráðgjöf fyrir tvítyngda nemendur“, „Hvað er í boði í sumar fyrir
börn og unglinga?“, „Hvað gerir Barnavernd? Samstarf fjölskylduþjónustu og
lögreglu í heimilisofbeldismálum“ og „Lestur er lífsins leikur – þróun og
hverfaverkefni“ svo eitthvað sé nefnt. Þá kynna skólar ýmis sérverkefni á sviði
forritunar og almennrar upplýsingatækni, heilsueflingu, félagsfærni og
frístundir.

Aldrei áður hefur verið boðið
uppá jafn yfirgripsmikla kynningu á vinnunni innan skóla og félagsþjónustu eins
og á þessu málþingi í Hafnarfirði. Það má því segja að um einstakt tækifæri sé
að ræða fyrir foreldra, forráðamenn og aðra uppalendur að kynna sér allt það
fjölþætta starf  af meiri dýpt en áður
hefur boðist.

Ábendingagátt