Mamma Mia í Víðistaðaskóla

Fréttir

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal.

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal. Aðrar sýningar verða laugardaginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17.

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sýna árlega söngleik og í ár það hinn vinsæli söngleikur Mamma Mia sem tengist tónsmíðum ABBA hljómsveitarinnar hinnar sænsku með sín lífsglöðu lög sett í samhengi við gríska eyjastemningu. Nemendurnir annast alla þætti söngleiksins frá því að smíða leiksvið, hanna miða, selja inn, spila undir (með hjálp fleiri eins og Sigurðar fyrrum skólastjóra), leika og syngja.

Allir eru velkomnir á sýninguna. Miðasala við inngang og með tölvupósti á songleikurvssk@gmail.com.

Ábendingagátt