Saga Hafnarfjarðar

Hér er stiklað á stóru yfir sögu Hafnarfjarðar.

1900

Fimleikafélag Hafnarfjarðar var stofnað

100 íbúar

1929

Fimleikafélag Hafnarfjarðar var stofnað

666 íbúar
Hafnarfjorður litmynd um 1908

Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní. Þennan sama dag var haldinn kjörfundur í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu. Einungis einn listi var í boði en þar voru „góðir menn og framtaksamir“ eins og það var orðað í frétt af viðburðinum. Íbúar í þessu nýja sveitarfélagi voru 1.469

Slökkvilið Hafnarfjarðar var stofnað. Allir karlmenn í bænum á aldrinum 18 – 60 ára voru skyldugir til að taka þátt í slökkvistarfi. Í bæjarblaðinu var sagt frá því að fyrsta æfing slökkviliðsins ætti að ver næst þegar upp kæmi bruni.

Bryggjusmíði hófst í Hafnarfirði og samhliða henni voru byggð vöruhús og lagðar járnbrautir á hafnarsvæðinu. 20 konur stofnuðu kvenfélagið Hringinn til að hjálpa þeim bæjarbúum sem áttu um sárt að binda enda brýn þörf á þar sem berklaveiki herjaði á mörg heimili.

1913 BH 0005-3521

Nýja hafskipabryggjan var vígð við hátíðlega athöfn. Bookless bræður fóru fyrstir manna akandi á bíl á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þá var fyrsta kirkjan í bæjarfélaginu tekin í notkun, Fríkirkjan í Hafnarfirði en á þessum tíma var sóknarkirkja Hafnfirðinga að Görðum á Álftanesi.

Fyrsta kvikmyndahúsið í bænum var opnað í litlu húsi við Kirkjuveginn og Hafnarfjarðarkirkja var vígð en fyrsta athöfnin þar var jarðarför yfirsmiðsins. Þá voru teknar upp reglulegar áætlunarferðir á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

Knattspyrnuvöllurinn á Hvaleyri var tekinn í notkun, vígsluleikinn léku Knattspyrnufélagið Framsókn og Knattspyrnufélagið 17. júní. Þetta sama sumar var Víðavangshlaup Hafnarfjarðar háð í fyrsta sinn. Þá tók Hjálpræðisherinn í notkun sjúkrahús í kjallara húss síns við Austurgötu.

Kirkjugarðurinn í Hafnarfirði var tekinn í notkun og voru bæjarbúar ánægðir með að þurfa ekki lengur að ganga veginn að Garðakirkju.

Bókasafn var sett á laggirnar í herbergi á lofti barnaskólans. Bókakosturinn var 1.000 bækur.

Skemmtigarðurinn Hellisgerði var opnaður við hátíðlega athöfn í blíðskaparveðri.

Bæjarbúar kynntust nýrri íþrótt þegar handbolti var kynntur til sögunnar á námskeiði sem haldið var um vorið. Var námskeiðið bæði fyrir karla og konur.

St. Jósefsspítali var tekin í notkun. Það voru St. Jósefssystur sem höfðu reist hann af miklum krafti og með dyggri aðstoð bæjarsjóðs.

Nýr barnaskóli var tekinn í notkun í bænum. Barnaskólinn var eitt vandaðasta hús sinnar tegundar á landinu á þessum tíma.

Iðnskóli Hafnarfjarðar var stofnaður, var fyrstu árin í Gamla barnaskólanum.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, elsta starfandi íþróttafélag í Hafnarfirði var stofnað af nokkrum ungum drengjum og leikfimikennara þeirra í gamla barnaskólanum.

St. Jósefssystur hófu rekstur barnaskóla.

Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var stofnuð með kaupum bæjarsjóðs á fiskverkunarstöðinni Edinborg og togaranum Maí.

Þá voru Knattspyrnufélagið Haukar og Íþróttafélag verkamanna stofnuð þetta ár.

Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar tók til starfa í bæjarþingsalnum í gamla barnaskólanum við Suðurgötu en árið 1936 flutti Dagheimilið í eigið húsnæði á Hörðuvöllum. Strætisvagnaferðir hófust á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur en farið var á milli á hálftíma fresti alla daga.

Um haustið var dvalarheimili fyrir aldraða opnað í bænum í húsnæði Hjálpræðishersins við Austurgötu en bæjarstjórnin hafði tekið húsið á leigu í þessum tilgangi.

Raftækjaverksmiðjan Rafha tók til starfa og nýtt húsnæði Flensborgarskólans var tekið í notkun á Hamrinum.

Knattspyrnumót Hafnarfjarðar var haldið í fyrsta sinn og bar FH sigur úr býtum. Þá fór fram þetta ár fyrsti opinberi leikurinn á milli FH og Hauka í handknattleik en hann var flautaður af þegar enn var nokkuð eftir af honum vegna slagsmála.

Sundlaugin við Herjólfsgötu var tekin í notkun við hátíðlega athöfn. Laugin var útisundlaug með upphituðum sjó og varð mikil lyftistöng fyrir sundiðkun í bænum.

Bæjarbíó tók til starfa en það var í eigu Hafnarfjarðarbæjar og var hagnaðurinn að rekstri þess nýttur til að byggja og reka elliheimilið Sólvang.

Tónlistarfélag Hafnarfjarðar stofnaði tónlistarskóla.

Fimleikafélagið Björk var stofnað af 20 stúlkum og nokkrir ungir menn stofnuðu Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Elli- og hjúkrunarheimilið Sólvangur var tekið í notkun

Fæðingadeild var tekin í notkun á Sólvangi

Bæjarútgerð Hafnarfjarðar tók í notkun nýtt og glæsilegt fiskiðjuver.

Æskulýðsráð bæjarins tók til starfa og var hugmyndin að ráðið ætti að vinna að eflingu og fjölbreytni í æskulýðsstarfi.

Öldutúnsskóli var tekinn í notkun og við sama tækifæri var nafni Barnaskóla Hafnarfjarðar breytt í Lækjarskóla.

Tilraun var gerð til að starfrækja skólagarða þar sem ræktaðir voru jarðávextir.

Hafnar- og lóðarsamningur var gerður á milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenska álfélagsins hf og í kjölfarið hófust framkvæmdir við byggingu álvers í Straumsvík.

Golfklúbburinn Keilir var stofnaður og hafist var handa við gerð golfvallar með sex brautum á Hvaleyri.

Framkvæmdir hófust við íþróttasvæðið í Kaplakrika. Hafist var handa við jarðvegsvinnu og að sprengja upp hraunklappir. Sjálfboðaliðar fjarlægðu í kjölfarið um 10.000 rúmmetra af grjóti og hrauni af svæðinu.

Framkvæmdir hófust við smábátahöfn við Óseyri, sædýrasafnið var opnað og Norðurbærinn hóf að byggjast upp.

Víðistaðaskóli tekur til starfa.

Íþróttahúsið við Strandgötu var tekið í notkun og námsflokkar Hafnarfjarðar hófu starfsemi sína. Í október fór íbúafjöldi bæjarins í fyrsta sinn yfir 10.000.

Kennsla hófst í fiskvinnsluskólanum þar sem áhersla var lögð á verkstjórn, matsstörf og eftirlit með verkun afla.

Sívertsens-húsið var opnað almenningi sem hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar, fyrsta skóflustungan var tekin að dvalarheimili aldraðra sjómanna við Hrafnistu og Rafveita Hafnarfjarðar hætti að sjá um sjúkraflutninga þegar slökkviliðið tók við því verkefni.

Flensborgarskólinn útskrifaði fyrstu stúdentana og þetta sama ár varð langþráð hitaveita að veruleika í Hafnarfirði. Frjálsíþróttavöllur var vígður í Kaplakrika,

Fæðingadeildin á Sólvangi var lögð niður og framkvæmdir hófust við uppbyggingu Hvammahverfisins.

Fjórði barnaskóli bæjarins, Engidalsskóli, tók til starfa, Ástjörnin var friðuð og bærinn keypti Víðistaði.

Slökkt var á vitanum við Vitastíg og í staðin tekin í notkun svokölluð leiðarmerki.

Menningar- og skemmtidaganefnd var sett á fót til að auka samkvæmis og menningarlíf í bænum.

– Fyrsta skóflustungan var tekinn að nýrri kirkju sem rísa átti á Víðistöðum.

Í tilefni af 75 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar var bænum færð húseignin Strandgata 33 að gjöf til að stofna þar lista- og menningarstofnun sem átti að bera nafnið Hafnarborg. Þá var Hamarskotshamar friðlýstur.

Auglýstar voru lóðir til úthlutunar undir einbýlishús í Setbergslandi.

Hafnarborg, lista- og menningarstofnun bæjarins, var opnuð að viðstöddu fjölmenni. Málfundafélagið Magni gaf Hafnarfjarðarbæ Hellisgerði og félagsmiðstöðin Vitinn var opnuð í gamla Skiphól. Þá var fyrsta skóflustungan tekin að Setbergsskóla.

Fyrsta skóflustungan var tekin að Hvaleyrarskóla og Suðurbæjarlaugin var tekin í notkun.

Listamiðstöðin í Straumi tók til starfa, Íþróttahúsið í Kaplakrika var vígt og teknar voru í notkun sorptunnur úr plasti.

Alþjóðlegur höggmyndagarður var opnaður á Víðistaðatúni.

Ásvellir nýtt æfingarsvæði Hauka var tekið í notkun, þar með var formlegu hlutverki knattspyrnuvallarins á Hvaleyrarholti lokið. Nýr golfvöllur var tekin í notkun í Setbergi. C-riðill heimsmeistarakeppninnar í handknattleik var haldinn í Hafnarfirði.

Bæjarstjórnarfundum var útvarpað, sjónvarp Hafnarfjörður hóf útsendingar og markaðsátakið „Hafnfirskt, já takk“ fór í loftið.

Rafveita Hafnarfjarðar var sameinuð Hitaveitu Suðurnesja, Slökkvilið Hafnarfjarðar gekk inn í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og nýtt íþróttahús var tekið í notkun á Ásvöllum. Þá var opnaður í Hellisgerði nyrsti Bonsai-garður í heimi og nýtt verkefni, „upplýsingatækni fyrir alla“ var sett á laggirnar.

Íbúafjöldi bæjarins fór í fyrsta sinn yfir 20.000 og fyrstu skrefin í átt að rafrænni stjórnsýslu voru tekin með rafrænum skráningum í leikskóla bæjarins.

Bjarkarhúsið var vígt en þar var um að ræða eitt best búna fimleikahús Norðurlanda. Hafist var handa við úthlutun lóða í nýju hverfi sunnan ásvalla, svokölluðu Vallarhverfi.

Steinboginn var reistur á suðurhöfninni til minningar um fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi, Jólaþorp var sett upp á Thorsplani og þjónustuver var opnað í ráðhúsinu.

Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar, Strandstígurinn var vígður, hansahátíð var haldin og fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum grunn- og leikskóla í Vallahverfinu, Hraunvallaskóla.

Bæjarbúar höfnuðu hugmyndum um stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningu.

Friðrik krónprins Danmerkur og Mary kona hans heimsóttu Áslandsskóla, Beggubúð og Bookless Bungalow voru opnuð sem hluti af Byggðasafninu og mikil hátíðarhöld voru í bænum á aldarafmæli Hafnarfjarðar. Þá var íbúagátt bæjarins opnuð og Ásvallalaug tekin í notkun.

Frístundarbíllinn tekur til starfa, Krýsuvíkurkirkja brennur og stofnað félag til endurbyggingar hennar. Víðistaðaskóli og Engidalsskóli sameinaðir. Thor Data Center, fyrsta íslenska sérhæfða gagnaverið var opnað í Hafnarfirði.

Iðnmark, hafnfirskt fyrirtæki hóf framleiðslu á trefja- og kolvetnaríku poppkorni fyrir þá sem hugsuðu um heilsuna. Austurgötuhátíðin var haldin í fyrsta sinn á 17. júní.

Hafnarfjarðarbær tók uppá þeirri nýbreytni að senda álagningaseðla fasteignagjalda eingöngu rafrænt til bæjarbúa. St. Jósefsspítali hætti starfsemi. Hollvinafélag Hellisgerðis var stofnað. Efnt var til samkeppnis um skipulag á svokölluðum Dvergsreit við Lækjargötu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók við embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar, fyrst kvenna.

Íshúsið tók til starfa fyrir hönnuði og listamenn. Frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika var tekið í notkun.

Hafnarfjarðarbær gerðist aðili að verkefninu heilsueflandi samfélag. Iðnskóli Hafnarfjarðar var lagður niður er starfsemi hans gekk inn í Tækniskóla Íslands. Markaðsstofa Hafnarfjarðar tók til starfa.

Hafnarfjarðarbær varð fyrsta sveitafélagið á Íslandi og jafnvel í heiminum til að opna fyrir aðgang allra starfsmanna á Workplace. Bæjarbíó slf. tók við rekstri Bæjarbíós.

Hafnarfjarðarbær kaupir St. Jósefsspítala. Hafnarfjarðarbær fékk fyrst sveitarfélaga jafnlaunavottun og jafnréttisverðlaun í kjölfarið. Dvergur var rifinn. Fyrsta skóflustungan tekin að Skarðshlíðarskóla. Ástjarnarsókn fékk fast húsnæði með vígslu safnaðarheimilisins.

Ólafssalur, fullkominn körfuknattleikssalur var tekinn í notkun á Ásvöllum. Síðustu fjárhúsin í Hafnarfirði voru rifin. Lokið var vinnu við að leggja ljósleiðara inn á öll heimili í bænum.

Ungmennahús var opnað í gömlu skattstofunni. Nýtt hjúkrunarheimili var tekið í notkun við Sólvang. Lífsgæðasetur var opnað í St. Jósefsspítala. Skessan, fyrsti yfirbyggði knattspyrnuvöllurinn í hafnarfirði, var tekin í notkun. Íbúafjöldi í bænum fór í fyrsta sinn yfir 30.000.

Covid mætti og árshátið blásin af.

Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar

Hellisgerði varð 100 ára en garðurinn er opin almenning allan ársins hring. Haldnir eru ótal viðburðir yfir árið og ljósaskreytingin í garðinum yfir jólahátíðina dregur margan gestinn til Hafnarfjarðar. Sagan segir einnig að þar búi mikill fjöldi álfa og huldufólks.