Markaðsstofa Hafnarfjarðar – Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni ?

Fréttir

Leitað er að verkefnastjóra til að leiða undirbúning að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar undir forystu undirbúningshóps sem skipaður er fulltrúum íbúa, atvinnulífsins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun verða leiðandi í að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Með eflingu samstarfs íbúa, fyrirtækja, félaga og bæjaryfirvalda verður Markaðsstofan enn fremur vettvangur skoðanaskipta um hvernig gera má góðan bæ enn betri.

Leitað er að verkefnastjóra til að leiða undirbúning að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar undir forystu undirbúningshóps sem skipaður er fulltrúum íbúa, atvinnulífsins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar.

Um er að ræða tímabundið starf í  sex mánuði frá maí til október.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Markmið og  verkefni:

Uppbygging tengslanets atvinnulífs jafn sem íbúa í Hafnarfirði.

Öflun og greining gagna 

Skipulagning og stofnun Markaðsstofunnar

 

Menntun og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi.

Hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla af verkefnastjórnun.

Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð

Þarf að hafa brennandi áhuga á verkefninu

Að þekkja vel til í Hafnarfirði er kostur

 Þarf að geta hafið störf strax

Tekið er við umsóknum á netfangið markadsstofa@hafnarfjordur.is til 13.maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir  Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða á steinunn@hafnarfjordur.is

 

Ábendingagátt