Markmiðið að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum

Fréttir

Í Hafnarfirði er hlutfall leikskólakennara í dag um 31% og aðrir með uppeldismenntun um 17%.  Alls er hlutfall fagfólks því um 48% í leikskólum Hafnarfjarðar.

Fræðsluráð hefur samþykkt  að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Í Hafnarfirði er hlutfall leikskólakennara í dag um 31% og aðrir með uppeldismenntun um 17%.  Alls er hlutfall fagfólks því um 48% í leikskólum Hafnarfjarðar.

Þótt þetta sé í hærri kantinum ef miðað er við önnur sveitarfélög vantar talsvert upp á að ákvæði laganna um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla sé náð.  En þar segir  að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.

Til að nálgast þetta lágmark verður boðið upp á eftirfarandi leiðir:

Háskólamenntuðu starfsfólki í leikskólum sem ekki hefur leikskólakennaramenntun verður gefið tækifæri til að ná sér í þau réttindi.

Ófaglærðu starfsfólki gefinn kostur á sækja nám í leikskólakennarafræðum.

Leikskólakennari geti aflað sér meistaraprófs í menntunarfræðum með ýmsum áherslum.

Þessu til viðbótar verða haldin markviss námskeið sem miða að því að efla leiðtogahæfni og styðja við stjórnendur leikskólanna.

Markmið Hafnarfjarðarbæjar er að á næstu árum verði komnar aðstæður til að geta boðið yngri börnum leikskóladvöl og er þá grundvallaratriði að kennarar séu til staðar í leikskólunum.

Með samþykkt fræðsluráðs er verið að taka mikilvægt skref til að hækka hlutfall fagmenntaðra og fjölga kennurum.

Ábendingagátt