Maxímús heimsækir Hafnarfjörð

Fréttir

Maximús Músíkús heimsótti Hafnarfjörð í lok síðustu viku. Kannski ekki í orðsins fyllstu en saga Maxa í máli og myndum og tónar hljómuðu í Hásölum í eyru hátt í 500 barna frá leik- og grunnskólum bæjarins og kennara þeirra. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir faglegri stjórn Ármanns Helgasonar, sá um tónlistina og sögumaður var Björgvin Franz Gíslason.

Lifandi tónlistarflutningur með sögunni um Maxa

Maximús Músíkús heimsótti Hafnarfjörð í lok síðustu viku. Kannski ekki í orðsins fyllstu en saga Maxa í máli og myndum og tónar hljómuðu í Hásölum í eyru hátt í 500 barna frá leik- og grunnskólum bæjarins og kennara þeirra. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir faglegri stjórn Ármanns Helgasonar, sá um tónlistina og sögumaður var Björgvin Franz Gíslason. Maxímús Músíkús kom í heimsókn og nokkrir ungir einleikarar komu fram með hljómsveitinni. Maxímús Músíkús er forvitin lítil tónlistarmús með glatt hefur mörg börnin með sögum sínum og skemmtun en sagan „ Maxímus Músikus trítlar í tónlistarskólann“ var flutt að þessu sinni. Höfundur Maxabókanna er Hallfríður Ólafsóttir og Þórarinn Már Baldursson teiknaði myndirnir sem varpað var á skjá.


Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir faglegri stjórn Ármanns Helgasonar, sá um tónlistina.

Sögumaður var Björgvin Franz Gíslason.

 


Sinfoníuhljómsveit Íslands skipa u.þ.b 30 nemendur bæði strengja, blásara og slagverksnemendur.

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fagnar 6 ára afmæli í ár

Sinfóníuhljómsveit Hafnarfjarðar hóf göngu sína á vordögum 2016 við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lék í fyrsta sinn opinberlega á vortónleikum 25. maí 2016 . Margrét Þorsteinsdóttir og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir eru Ármanni til aðstoðar. Hljómsveitina skipa u.þ.b 30 nemendur bæði strengja, blásara og slagverksnemendur. Hljóðfæraleikararnir eru komnir mislangt á hljóðfærin og eru flestöll tónverk útsett þannig að allir geti verið með. Í þessu Maxaverkefni hljómsveitarinnar voru framkölluð og spiluð allskyns hljóð og tónar auk þess sem flutt voru átta tónlistaratriði inn í sögunni um Maxamús svo úr varð litríkt tónlistarleikahús. Tvennir tónleikar voru í Hásölum Hafnarfirði og laugardeginum voru tvennir tónleikar fyrir þéttséttnum sal í Kaldalóni Hörpu. Þetta var því mikil Maxatörn! Hljómsveit, stjórnandi og einleikarar stóðu sig með glæsibrag og Björgvin Franz fór á kostum sem sögumaður að ógleymdri músinni sem dansaði sinn dans og gladdi börnin.

Ábendingagátt