Meirihlutinn í Hafnarfirði 2022-2026

Fréttir

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur undirrituðu í dag 1. júní á 114 ára afmælisdegi bæjarins nýjan málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Nýr málefnasamningur ber yfirskriftina: Gróska, vellíðan, framsýni

Nýr málefnasamningur undirritaður í Hafnarfirði

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur undirrituðu í dag 1.
júní á 114 ára afmælisdegi bæjarins nýjan málefnasamning meirihluta
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Flokkarnir sem
einnig mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili verða með 6 af 11
bæjarfulltrúum í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili og munu skipta með sér embætti
bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á tímabilinu.

IMG_4712

Gróska, vellíðan, framsýni

Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og
bæjarstjóri síðustu fjögur árin mun sitja í stól bæjarstjóra til 1. janúar 2025
og taka þá við sem formaður bæjarráðs. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar og
skólastjóri Öldutúnsskóla tekur við sem bæjarstjóri 1. janúar 2025. Þangað til
verður hann formaður bæjarráðs. Kristinn Anderssen sem skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins
verður forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar út kjörtímabilið. Helstu verkefni
nýs meirihluta verða að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan er,
stuðla að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, uppbyggingu innviða og
tryggja þjónustu og velferð fyrir alla aldurshópa m.a. með auknu aðgengi að skilvirkri
þjónustu og lægri álögum. Fyrsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 8.
júní og verður á fyrsta fundi kosið í ráð og nefndir sveitarfélagsins.

Málefnasamningur
2022-2026: Gróska, vellíðan, framsýni

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði

Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 4 fulltrúa, S-listi
Samfylkingarinnar fékk 4 fulltrúa, B-listi Framsóknarflokksins fékk 2 fulltrúa
og C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa. Talin voru 13.133 atkvæði en á kjörskrá
voru 21.744. Kjörsókn var 60,4% sem er 2,4 prósentum meiri kosningaþátttaka en
árið 2018 (58,0%).

Ábendingagátt