Meistarakokkar 2022 í Lækjarskóla

Fréttir

Nemendur 10. bekkjar í Lækjarskóla unnu að metnaðarfullu lokaverkefni í desember þar sem nemendur bjuggu til eigin rétti og framreiddu fyrir stjórnendur og húsumsjónarmann skólans. Mexikósk lág kolvetna vefja varð fyrir valinu og er vinningsuppskriftina að finna hér fyrir neðan (uppskrift fyrir tvo).

Nemendur 10. bekkjar í Lækjarskóla unnu að metnaðarfullu lokaverkefni í desember þar sem nemendur bjuggu til eigin rétti og framreiddu fyrir stjórnendur og húsumsjónarmann skólans. Nemendunum var skipt í smærri hópa og völdu sína eigin rétti til matgerðar sem voru hver öðrum framandi. Matargerðin ýmist grísk, mexíkósk eða ítölsk. Það er greinilegt að unga fólkið býr yfir miklum hæfileikum í matargerð og sýndu þau þessu verkefni mikinn áhuga í vetur. Réttirnir voru allir hver öðrum fallegri og afar bragðgóðir og átti dómnefndin í stökustu vandræðum með að velja bestu réttina. Keppnin var sú fyrsta í sinni sögu í Lækjarskóla og eflaust ekki sú síðasta því að þetta var einfaldlega bara svo gaman! Mexikósk lág kolvetna vefja varð fyrir valinu og er vinningsuppskriftina að finna hér fyrir neðan (uppskrift fyrir tvo).

Mexikósk lágkolvetna vefja varð fyrir valinu í Meistarakokkum 2022 í Lækjarskóla.

Mexikósk lágkolvetna vefja varð fyrir valinu í Meistarakokkum 2022 í Lækjarskóla.

Mexíkósk lág kolvetna vefja

  • 1 kjúklingabringa
  • 1 tsk papríkukrydd
  • 1 tsk hvítlauskrydd
  • Chilli flögur
  • ½  Basilika
  • ½ tsk Timian
  • Salt og pipar
  • Lítil tortilla
  • ½ rauðlaukur
  • ½  Rauð papríka
  • ½ græn papríka
  • ½ dós hakkaðir tómatar
  • 100 g rifinn ostur
  • 2 lime
  • Kóríander eftir smekk
  • ½ dl vatn

Aðferð

  1. Blanda saman kryddunum með 2 msk af olíu og marenera kjúklinginn
  2. Skera niður grænmetið í grófa bita og krydda örlítið.
  3. Steikja kjúklinginn í nokkrar mínútur á pönnu og setja í eldfast mót og inn í ofn á 180 gráður blástur í 25 mínútur
  4. Þegar kjúklingurinn er tilbúin er hann tekinn úr ofninum og rifinn niður
  5. Bætið kjúklingnum við grænmetið ásamt hökkuðu tómötunum og vatninu á pönnuna og steikið í dágóða stund.
  6. Hitið vefjuna á pönnu og bætið svo kjúklingnum og grænmetis blöndunni við á helming af vefjunni stáldrið yfir rifnum osti og klemmið saman tortilluna.
  7. Borið fram með kóríander og lime

Verði ykkur að góðu!

Ábendingagátt