Memmm opnar á ný — á nýjum stað

Fréttir

Opni leikskólinn Memmm verður starfræktur tvisvar í viku í vetur. Tímarnir verða á mánudögum og fimmtudögum milli kl 10-12 að Drekavöllum 9.

Memmm áfram í Hafnarfirði í vetur

Opni leikskólinn Memmm fer aftur af stað eftir sumarleyfi mánudaginn 25. ágúst. Tímarnir verða á mánudögum og fimmtudögum í vetur á milli kl 10-12. Skólinn hefur verið fluttur um set frá Selhellu í Hraunvallaleikskóla að Drekavöllum 9. Memmm verður ekki í skólabyggingunni sjálfri heldur að Leikvöllum.

Memmm morgnarnir eru reknir af Memmm Play, sem samanstendur af fagfólki sem hefur áhuga á velferð fjölskyldna á Íslandi. Þessi opni leikskóli stækkar heim foreldra og barna og hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á öll þau sem eru heima með lítil börn.

Hafnarfjarðarbær er Memmm 

En hvað er Memmm? Opnin leikskóli sem býður foreldrum, forsjáraðilum og ungum börnum á aldrinum 0- 6 ára upp á fjölskylduvæna aðstöðu fyrir leik. Þar geta foreldrar og börn átt saman gæðastundir í fallegu umhverfi. Foreldrar hitta aðra foreldra og börnin jafnaldra á mikilvægum mótunarárum í félagslegum þroska.

Fjölskyldum stendur einnig til boða fræðsla um fjölbreytt málefni tengd uppeldi og börnum. Í opna leikskólann er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma og er áherslan í starfinu á leik, sköpun, flæði og tengingu við náttúru og vísindi bæði innandyra og útivið. 

Já, leyfum börnunum að leika og okkur að hitta aðra fullorðna!

Ábendingagátt