Memmm Play opnar í Hafnarfirði 

Fréttir Tilkynningar

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í innleiðingu á hugmyndafræðinni um opinn leikskóla á Íslandi. Félagasamtökin Memmm Play hafa starfrækt slíkan leikskóla í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og nú hefur Hafnarfjarðarbær stokkið um borð á vagninn. Opni leikskólinn í Hafnarfirði verður staðsettur að Selhellu 7 og verður opinn einn morgun í viku til að byrja með. Alla fimmtudaga frá kl. 10-12 frá og með 3. október. 

Gjaldfrjáls opinn leikskóli í boði vikulega

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í innleiðingu á hugmyndafræðinni um opinn leikskóla á Íslandi. Félagasamtökin Memmm Play hafa starfrækt slíkan leikskóla í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og nú hefur Hafnarfjarðarbær stokkið um borð á vagninn. Opni leikskólinn í Hafnarfirði verður staðsettur að Selhellu 7 og verður opinn einn morgun í viku til að byrja með. Alla fimmtudaga frá kl. 10-12 frá og með 3. október. Memmm Play samanstendur af fagfólki sem hefur áhuga á velferð fjölskyldna á Íslandi.  

„Opinn leikskóli stækkar heim foreldra og barna og hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á öll þau sem eru heima með lítil börn. Á sama tíma er um að ræða inngildandi vettvang fyrir fjölskyldur sem eru nýjar á Íslandi og einnig fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Aðsókn og áhugi mun svo stýra fjölda opnunardaga og opnunartíma í Hafnarfirði til framtíðar litið en til að byrja með verður í boði ein leikstund í viku og vonir standa til þess að sem flestir mæti, leiki og njóti. Þetta snýst ekki síst um velferð, vináttu og tengsl foreldra barna,“ segir Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar.  

Hafnarfjarðarbær er Memmm 

Opni leikskólinn í Hafnarfirði býður foreldrum, forsjáraðilum og ungum börnum á aldrinum 0- 6 ára upp á fjölskylduvæna aðstöðu undir leik þar sem foreldrar og börn geta átt saman gæðastundir í fallegu umhverfi og foreldrar hitt aðra foreldra og börnin jafnaldra á mikilvægum mótunarárum í félagslegum þroska. Einnig stendur fjölskyldum til boða fræðsla um fjölbreytt málefni tengd uppeldi og börnum. Í opna leikskólann er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma og er áherslan í starfinu á leik, sköpun, flæði og tengingu við náttúru og vísindi bæði innandyra og útivið. 

Allt um Memmm

Memmm á Facebook

Memmm á Instagram

Ábendingagátt