Menningar- og heilsugöngur í sumar

Fréttir

Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

7. júní Straumsvík
Jónatan Garðarsson leiðir göngu um byggðina sem var við Straumsvík. Gengið frá Straumi

14. júní – Gamli Hafnarfjörður
Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir göngu um gamla Hafnarfjörð. Gengið frá Pakkhúsinu

21. júní – Virkjun Hamarskotslækjar
Steinunn Guðnadóttir leiðir göngu um virkjanastaði Jóhannesar J Reykdal. Gengið frá Hafnarborg

28. júní – Kvikmyndatökustaðir í Hafnarfirði
Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri Astrópíu gengur um tökustaði kvikmynda í miðbænum. Gengið frá Bæjarbíó

5. júlí kl. 18:00 – Keilir 2-3 klst.
Fjallagarparnir Valgeir Skagfjörð og Þorsteinn Jakobsson leiða göngu á Keili. Betra að vera vel skóaður. Safnast saman í bíla hjá ÓB við Fjarðarkaup

12. júlí – Í leit að listaverki
Jónatan Garðarsson leiðir leit að fyrsta og þriðja húsi Hreins Friðfinnssonar. Gengið frá Gerðinu, sjá vegvísun

19. júlí – Núvitundarganga í miðbænum
Bryndís Jóna Jónsdóttir frá Núvitundarsetrinu leiðir göngu í núvitund. Gengið frá Hafnarborg

26. júlí – Ljósmyndasýning á Strandstígnum
Rósa Karen Borgþórsdóttir leiðir göngu um ljósmyndasýninguna „Hafnarfjörður frá fullveldi til lýðveldis“ á strandstígnum. Gengið frá Fjörukránni

2. ágúst – Höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni
Ágústa Kristófersdóttir leiðir göngu um höggmyndagarðinn. Gengið frá Víðistaðakirkju

9. ágúst kl. 18:00 – Selvogsganga 2-3 klst.
Einar Skúlason höfundur Wappsins leiðir göngu um hluta af gömlu Selvogsleiðinni sem lá á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Safnast verður saman í rútu við Kaldársel sem flytur þátttakendur á upphafsstað göngunnar

16. ágúst – Núvitund við Hvaleyrarvatn
Bryndís Jóna Jónsdóttir frá Núvitundarsetrinu leiðir í núvitund um Hvaleyrarvatn. Gengið frá bílastæðinu vestan megin við vatnið

23. ágúst – Vesturbærinn
Söguganga um vesturbæinn í boði Byggðasafnsins. Gengið frá Pakkhúsinu

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður.

Ábendingagátt