Menningar- og heilsugöngur 2020

Fréttir

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

4. júní- Sjónarhorn á Hafnarfjörð

Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar leiðir göngu þar sem sjónarhorn listamanna á gamla bæinn verða leituð uppi. Gangan hefst í Hafnarborg

11. júní – Stórhöfði

Gróa Másdóttir hjá Grænum ferðum leiðir göngu frá Hvaleyrarvatni að Stórhöfða. Gengið frá bílastæðinu við vesturenda Hvaleyrarvatns nær Völlum

18. júní –  Helgafell fyrir byrjendur

Valgerður Hróðmarsdóttir leiðir göngu á topp Helgafells
fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Gengið frá bílastæðinu við Kaldárselsveg

25. júní – Kaldársel, minjar og saga

Ómar Smári Ármannsson leiðir göngu um svæðið við Kaldársel, sagan kynnt og fornleifar skoðaðar. Gengið frá bílastæðinu við Kaldárselsveg

2. júlí – Fjölskylduganga í Valaból kl. 18

Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari leiðir göngu að Valabóli. Æskilegt er að þátttakendur komi með heimagert hollt nesti en stoppað verður í miðri göngu og áð. Gengið frá bílastæðinu við Kaldárselsveg

9. júlí – Útilistaverk á Víðistaðatúni

Gengið verður um Víðistaðatún og útilistaverkin skoðuð með Eiríki Hallgrímssyni leiðsögumanni og listfræðingi. Gengið frá bílastæðinu við Víðistaðakirkju

16. júlí – Lítill labbitúr kl. 17

Barnaganga fyrir yngsta hópinn um Suðurbæinn með sögum, leikjum og góðum ævintýragestum. Gangan endar á Óla Run túni. Gengið frá Jófríðarstöðum

23. júlí – Arnarfell kl. 18

Jónatan Garðarsson leiðir sögugöngu upp Arnarfellið í Krýsuvík. Gengið frá bílastæðinu við Krýsuvíkurkirkju

30. júlí  – Íþróttasagan í miðbænum

Björn Pétursson bæjarminjavörður gengur á milli staða í miðbæ Hafnarfjarðar sem tengjast íþróttasögunni. Gengið frá Pakkhúsinu

6. ágúst – Ástjörn

Gunnar Svavarsson leiðir fræðslugöngu umhverfis Ástjörn með mörgum stoppum og fróðlegu spjalli. Gengið frá leikskólanum Stekkjarási

13. ágúst – Húsfell fyrir alla

Einar Skúlason, wappari og leiðsögumaður, leiðir létta og hressa göngu upp Húsfell í landi Helgafells og kynnir á leiðinni bæði jarðfræði og sögur af svæðinu. Gengið frá bílastæðinu við Kaldárselsveg

20. ágúst – Ljósaklif

Gengið verður um svæðið í kringum Ljósaklif um slóðir Einars Más Guðvarðarsonar myndlistarmanns. Gengið frá bílastæðinu við Herjólfsgötu

27. ágúst – Hernám Hafnarfjarðar

Friðþór Eydal leiðir göngu eftir Strandstígnum og kynnir sögu hernámsins. Gengið frá tónlistarskólanum

Ábendingagátt