Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2021

Fréttir

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

2. júní kl. 20:00 – Höggmyndagarðurinn 30 ára
Eiríkur Hallgrímsson listfræðingur og leiðsögumaður leiðir göngu um höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni. Í ár eru 30 ár frá því Listahátíð var haldin í Hafnarfirði sem lagði grunn að höggmyndagarðinum. Gengið frá Víðistaðakirkju.

9. júní kl. 20:00 – Vísnaganga um Hvaleyrarvatn
Einar Skúlason göngugarpur leiðir göngu um göngustíga við Hvaleyrarvatn. Öðru hverju verður stoppað og vísur fluttar með hjálp nokkurra fulltrúa úr hópnum. Gengið frá bílastæðinu vestan við vatnið nær Völlum.

16. júní kl. 17:00 – 1001 skór – barnaganga með sögu og söngvum
Auðveld ganga fyrir yngsta aldurshópinn í fylgd með fullorðnum, þar sem saga á sér stað með
söngvum og leikjum. Upplýsingabæklingar fáanlegir í þjónustuveri. Gengið frá Jófríðarstöðum.

23. júní kl. 18:00 – Fjölskylduganga um Gjárnar
Margrét Gauja Magnúsdóttir leiðir stutta og þægilega göngu um Gjárnar. Fjölskyldan mætir
saman og fær lista yfir hluti til að finna og gera á göngunni og deila á Instagram. Gengið frá
bílastæðinu við Kaldárselsveg.

30. júní kl. 20:00 – Kaupmaðurinn á horninu
Björn Pétursson og Jónatan Garðarsson leiða göngu um gamla miðbæinn og rifja upp þann tíma þegar kjörbúðir voru á öðru hvoru götuhorni. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

7. júlí kl. 20:00 – Værðarstígur
Valgerður Hróðmarsdóttir leiðir göngu um Værðarstíg í landi Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar sem endar í Værðarlundi við Hvaleyrarvatn. Gengið frá bílastæðinu við
Værðarstíg við Kaldárselsveg. Ekið er um 50 metra framhjá innkeyrslunni að skógræktarfélaginu.

14. júlí kl. 20:00 – Listaverkin og saga Hafnarfjarðar
Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Björn Pétursson, bæjarminjavörður,
leiða göngu þar sem saga Hafnarfjarðar og útilistaverk í bænum tengjast. Gengið frá
Hellisgerði.

21. júlí kl. 20:00 – Golf- og söguganga um Hvaleyrina
Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis leiðir göngu um
almenningsgöngustíga við golfvöllinn okkar og fjallar um minjar, sögur og menningu. Gengið frá bílastæði við golfskála Keilis.

28. júlí kl. 20:00 – Þorbjarnarstaðir
Atli Rúnarsson, fornleifafræðingur, leiðir göngu um minjar í kringum bæjarstæði Þorbjarnarstaða sem var í byggð frá 14. öld og fram á 20. öldina. Gengið frá Gerðinu við Straumsvík.

4. ágúst kl. 20:00 – Kirkjurnar í bænum
Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir, kennari og bókmenntafræðingur, leiðir sögugöngu milli
kirknanna í Hafnarfirði. Þar fjallar hún um byggingarsögu, menningu og félagsleg tengsl í
kringum kirkjurnar í bænum. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

11. ágúst kl. 18:00 – Valaból
Ólafur Sveinsson leiðsögumaður leiðir fjölskyldugöngu fyrir hressa krakka og fjölskyldur
þeirra í Valaból. Gengið frá bílastæðinu við Kaldárselsveg.

18. ágúst kl. 20:00 – Ásvellir
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka gengur með gestum um Ásvelli og segir sögu þeirra. Gengið frá íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum.

25. ágúst kl. 17:00 – Buslganga að Arnarvatni
Davíð Arnar Stefánsson sérfræðingur hjá Landgræðslunni leiðir göngu að Arnarvatni. Ef
veðrið er gott er kjörið að taka með teppi, nesti og busla í vatninu. Gengið frá bílastæðinu við
Seltún.

Nánari upplýsingar um göngurnar í viðburðir framundan þegar nær dregur hverri göngu

Ábendingagátt