Menningardagar í Áslandsskóla

Fréttir

Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaga í ár og verða uppákomur og sýningar á sal.

Hafnarfjörður bærinn minn – menningardagar í Áslandsskóla 2016

Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaga að þessu sinni. Nemendum er skipt í hópa þar sem þeir vinna að fjölbreyttum verkefnum. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga. 

Fimmtudaginn 17. mars er opið hús í Áslandsskóla frá kl. 12:00 – 17:00 með sýningu á afrakstri menningardaganna og á vinnu nemenda í vetur. Uppákomur verða á sal skólans og sýna m.a. nemendur í 3. bekk söngleikinn Trúir þú á skrýtnar sögur. Einnig verður kaffihús á vegum 10. bekkja á efri hæðinni. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma við og aðstoða á menningardögum eru hjartanlega velkomnir. 

Nemendur og starfsmenn Áslandsskóla vonast til að sjá sem flesta á sýningardaginn, bæði til að njóta þess sem boðið verður uppá og gæða sér á kræsingum á kaffihúsi elstu nemenda skólans.

Ábendingagátt