Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í sumar verður boðið upp á fyrstu menningargöngu sumarsins með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20.
Í sumar verður boðið upp á fyrstu menningargöngu sumarsins með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Þetta er annað sumarið sem göngurnar eru haldnar og í fyrra fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Fimmtudagskvöldið 4. júní kl. 20 mun Magnea Guðmundsdóttir arkitekt leiða gesti um svæði Flensborgarhafnar ásamt Kristni Aadnegard starfsmanni Hafnarfjarðarhafnar. Skyggnst verður inn í ólíka heima hafnarsvæðisins og rekstraraðilar segja frá fjölbreyttri starfsemi sinni. Fiskmarkaðurinn við Fornubúðir verður heimsóttur, litið verður við hjá fiskvinnslunni Kambi og að lokum ætla skapandi hönnuðir Íshússins að taka á móti hópnum. Gangan hefst kl. 20 og gengið er frá Hafnarborg.
Þessi ganga er hluti af dagskrá í tengslum við verkefnið Þinn staður – okkar umhverfi við Flensborgarhöfn, opna vinnustofu um undirbúningsvinnu vegna nýs skipulags við Flensborgarhöfn. Í Sverrissal Hafnarborgar geta gestir nú kynnt sér stóran uppdrátt af hafnarsvæðinu og jafnframt notað hann sem grunn fyrir eigin hugmyndir. Þar má einnig sjá eldri kort og uppdrætti, ljósmyndir, greinargerðir og ýmis önnur gögn sem tengjast svæðinu. Vinnustofan tengist yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðarbæjar. Þannig fá bæjarbúar og aðrir tækifæri til að kynna sér skýrslur og annað efni sem notast er við í skipulagsgerð og koma hugmyndum sínum á framfæri. Nánar um vinnustofuna hér.
Sumargöngurnar eru samstarf Hafnarborgar, Byggðarsafns, Bókasafns og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði. Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfnum.
Dagskrá:
4. júní – Flensborgarhöfn – mannlíf og atvinnulíf. Magnea Guðmundsdóttir arkitekt ásamt rekstraraðilum á svæðinu. Gengið frá Hafnarborg.
11. júní – Hlutverk St. Jósefssystra í samfélaginu – Gunnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á St. Jósefsspítala leiðir gönguna. Gengið frá Hafnarborg.
18. júní – Þær höfðu áhrif – Gengið um slóðir áhrifakvenna í hafnfirskum stjórnmálum. Steinunn Þorsteinsdóttir sagnfræðingur. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.
25. júní – Hafnarfjörður frá sjónarhóli kvenna – ljósmyndasýning við strandstíginn. Rósa Karen Borgþórsdóttir. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.
2. júlí – Skrúðgarðurinn Hellisgerði – Steinar Björgvinsson skógfræðingur. Gengið frá inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg.
9. júlí – Neisti listarinnar – Slóðir listakonunnar Hönnu Davíðsson. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.
16. júlí – Rölt um listaslóðir – Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur. Gengið frá Bókasafni.
23. júlí – Víðistaðatún – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Gengið frá Skátaheimilinu við Hjallabraut.
30.júlí – Hugað að náunganum – Gengið um slóðir sem endurspegla þátttöku kvenna í uppbyggingu umönnunar og heilsugæslu í Hafnarfirði. Valgerður Sigurðardóttir leiðir gönguna. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.
6. ágúst – Verslunarsaga kvenna – Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Gengið frá Hafnarborg.
13. ágúst – Loksins klukknahljómur – Björn Pétursson Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar fjallar um kirkjusögu bæjarins. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins
20. ágúst – Ásgeir Stefánsson og framlag hans til íslenskrar byggingarlistar – Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gengið frá Hafnarborg.
27. ágúst – Vettvangur æskunnar – Árni Guðmundsson. Félagsuppeldisfræðingur, „leiðir göngu um slóðir unglingamenningar“ Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…