Söguganga um gamla bæinn á íslensku og pólsku

Fréttir

Hátt í þúsund manns hafa mætt í menningar- og heilsugöngur sumarsins. Nú er komið að síðustu göngunni, sögugöngu um gamla bæinn, sem verður með aðeins öðru sniði. Sama gangan tvö kvöld í röð og verður leiðsögn fyrra kvöldið á pólsku og seinna á íslensku. 

Hátt í þúsund manns hafa mætt í þær fjórtán menningar- og heilsugöngur sem Heilsubærinn Hafnarfjörður í samstarfi við Hafnarborg, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Bókasafn Hafnarfjarðar hefur staðið fyrir nú í sumar. Nú er komið að síðustu göngunni sem verður með aðeins öðru sniði. Sama gangan tvö kvöld í röð og verður leiðsögn fyrra kvöldið á pólsku og seinna á íslensku. 

Á fimmtudagskvöld er komið að síðustu menningar- og heilsugöngu sumarsins en gengið hefur verið alla fimmtudaga í sumar. Hátt í þúsund manns hafa tekið virkan þátt í göngunum sér til heilsubótar og fengið að heyra áhugaverðan fróðleik um bæinn sinn í leiðinni. Í síðustu göngu sumarsins mun Björn Pétursson, bæjarminjavörður, leiða sögugöngu um gamla bæinn en gengið verður frá Pakkhúsinu á Vesturgötu 6 kl. 20 . Kvöldið áður, miðvikudagskvöldið 28. ágúst,  munu Björn og Aleksandra Julia Węgrzyniak ganga sömu leið en sú ganga fer fram á pólsku.

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Í september verður boðið uppá áhugaverðar lýðheilsugöngur í samstarfi við Ferðafélag Íslands á nýjum tíma, alla miðvikudaga kl. 18. Þær göngur verða auglýstar sérstaklega. 

Ábendingagátt