Menningarstyrkir veittir

Fréttir

Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár.

Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár. Veittir voru styrkir að upphæð kr. 4.240.000. Að auki fær Gaflaraleikhúsið samkvæmt samningi kr. 20.000.000 á ári.

Styrki hlutu:

Karlakórinn Þrestir kr. 150.000.  

Barabörukórinn kr. 150.000.

Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000 en kórinn fagnar á árinu 50 ára afmæli sínu. 

Lúðrasveit Hafnarfjarðar kr. 500.000. 

Leikfélag Hafnarfjarðar kr. 500.000. 

Sveinssafn kr. 500.000.

Ólafur B. Ólafsson kr. 100.000 vegna viðburðarins Sungið í Kænunni.

Camerarctica vegna tónleika í Hafnarfirði kr. 150.000

Guido Werner Baumer, fyrir hönd alþjóðlegs tangóhóps, vegna tónleika í sumar kr. 100.000. 

Hljómsveitin Alchemia vegna útgáfu kr. 150.000.  

Hljómsveitin Himbrim vegna tónleika og myndbandsupptöku kr. 150.000. 

Músík og Mótor vegna ljósmyndasýningar á verkum ungs fólks kr. 150.000.

Jórunn Jörundsdóttir  fyrir hönd hóps áhugamyndlistarmanna kr. 50.000. 

Hulda Hreindal Sigurðardóttir vegna myndlistarsýningar í Hafnarfirði kr. 50.000.

Kristbergur Ó Pétursson vegna myndlistarsýningar kr. 200.000.

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar vegna tónleikahátíðarinnar HEIMA kr. 500.000. 

Björgvin og Aðalsteinn Valdimarssynir vegna snjóbrettamóts í Hafnarfirði kr. 100.000. 

Ungmennahúsið í Hafnarfirði vegna tónleika og myndlistarsýningar í Húsinu kr. 150.000.   

Rathlaupafélagið Hekla vegna kynningar á rathlaupi í Hafnafirði kr. 40.000. 

Linda Sigurjónsdóttir vegna barnaskemmtunar í samvinnu við Leiðarljós -góðgerðasamtök kr. 150.000.

Steinunn Guðnadóttir, vegna verkefna sem tengjast Hátíð Hamarskotslækjar kr. 100.000. 

Stanislaw Zawada vegna myndabókarinnar How do you like Hafnarfjörður? kr. 150.000.

Símon Jón Jóhannsson vegna útgáfu á vísnabók kr. 100.000. 

 

Ábendingagátt