Menntaleiðtogar Hafnarfjarðar hittast

Fréttir

Vinna við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar er í fullum gangi og var annar fundur með menntaleiðtogum Hafnarfjarðar haldinn í vikunni. Þar voru m.a. ræddar tillögur að lykilþáttum sem bera menntastefnuna uppi.

Vinna við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar er í fullum gangi og var annar fundur með menntaleiðtogum Hafnarfjarðar haldinn fimmtudaginn 27. febrúar í Skátaheimilinu við Hraunbrún. Þar voru m.a. ræddar tillögur að lykilþáttum sem koma til með að bera nýja menntastefnu uppi.

Menntaleiðtogar Hafnarfjarðar eru fulltrúar frá öllum leik-, grunn og framhaldsskólum bæjarins ásamt fulltrúum frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Áhugasamt og öflugt fólk sem tekur virkan þátt af miklum metnaði. Á fundi menntaleiðtoga var unnið með þær tillögur menntaleiðtoganna sem þeir lögðu til sem lykilþætti sem bera menntastefnuna uppi. Þessar tillögur verða til umræðu í skólasamfélaginu nú á vormánuðum. Tillögurnar snúa f.o.f. að því hvaða þætti menntastefna á að innihalda til að skapa megi skólasamfélag þar sem árangur, nám, vellíðan og velferð framtíðarkynslóða eru burðarstólpar. 

Um menntastefnu Hafnarfjarðar og þá vinnu sem er að eiga sér stað

Á undanförnum mánuðum hefur farið fram mikil vinna og faglegt samtal allra hagsmunaaðila við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar. Menntastefnan á að hafa samhljóm með gildandi lögum og reglugerðum sem gilda um nám, kennslu, frístundastarf og alla almenna vellíðan og þroska barna og ungmenna í Hafnarfirði. Menntastefnan er unnin í anda lærdómssamfélags og á að endurspegla væntingar nemenda, starfsfólks og íbúa til náms, vellíðunar og í því að efla einstaklinginn til að uppfylla þarfir sínar til að vaxa og dafna í samfélaginu. Menntastefnu er jafnframt ætlað að ýta undir mikilvægar breytingar og merkingarbærar nýjungar sem hluti jákvæðrar skólaþróunar. 

Sjá fyrri fréttir um menntastefnu Hafnarfjarðar:

Ábendingagátt