Merking aukatunna

Fréttir

Teymi frá Umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar fer um bæinn í vikunni að merkja sérstaklega aukatunnur sem greitt er viðbótargjald af umfram sorphirðugjaldið.

Teymi frá Umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar fer um bæinn í vikunni að merkja sérstaklega aukatunnur sem greitt er viðbótargjald af umfram sorphirðugjaldið.

Aukatunnur eru almennt einungis við sérbýli en hvert sérbýli greiðir sorphirðugjald fyrir losun á:

1x 240L tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang

1x 240L ílát fyrir plast

1x 240L ílát fyrir pappír

Aukatunnur sem ekki er greitt viðbótargjald af verða sérmerktar og verða ekki tæmdar fyrr en búið er að ganga frá skráningu vegna viðbótargjalds.

Sótt er um viðbótargjald hér Innskráning | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is) undir UmsóknirSorpílát.

Þegar gengið hefur verið frá viðbótargjaldsskráningunni mun tunnan verða merkt sem aukatunna og verða tæmd í næstu tæmingu samkvæmt sorphirðudagatalinu Sorphirða | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Nánari upplýsingar eru veittar með því að senda fyrirspurn á netfangið sorpflokkun@hafnarfjordur.is

Við minnum á Nýtt flokkunarkerfi (sorpa.is) þar sem má fræðast um hvernig á að flokka helstu úrgangstegundirnar.

Ábendingagátt