Metaðsókn í frístundaheimilin

Fréttir

Frístundaheimilin hafa farið vel af stað en nú eru 823 börn að nýta þjónustuna og eru það ríflega hundrað fleiri en síðasta haust.

Frístundaheimilin hafa farið vel af stað en nú eru 823 börn að nýta þjónustuna og eru það ríflega hundrað fleiri en síðasta haust.

Þessi aukning hefur valdið því að sum frístundaheimili eru með nokkrar starfsstöðvar í skólunum. Vel hefur gengið að manna flestar starfsstöðvar en  er þó hægt að bætast í hóp starfsmanna.

Á dögunum samþykkti fræðsluráð samþykkt um rekstur frístundaheimila þar sem rammi er skapaður utan um starfsemina. Helstu breytingar eru þær að nú er hægt að semja við íþróttafélag um að taka að sér að reka frístundaheimili. 

Á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag við Hauka en félagið hefur nú þegar hafið rekstur frístundaheimilis.

Ábendingagátt