Metnaðarfullur handverksbakari

Fréttir

Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár. Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er passað vel upp á að fyrirbyggja matarsóun og eru stefna og markmið með rekstrinum að selja allar vörur upp daglega og framleiða nýjar og ferskar næsta dag.

 

Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár. Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er passað vel upp á að fyrirbyggja matarsóun og eru stefna og markmið með rekstrinum að selja allar vörur upp daglega og framleiða nýjar og ferskar næsta dag.

5O5A4135

Stækkun sem opnar á enn meiri tækifæri, betri þjónustu og úrval 

Í febrúar síðastliðnum stækkaði bakaríið í sama húsnæði sem gerði Gulla kleift að bjóða upp á enn betri þjónustu og úrval. Hann framleiðir hágæða vörur frá grunni úr fyrsta flokks hráefni og leggur áherslu á gæði fram yfir magn. Framleiðslan fer fram í opnu, björtu eldhúsi með stórum gluggum þar sem almenningur getur fylgst með. Á námsferli sínum sigraði Gulli í árlegri keppni bakaranema tvisvar sinnum og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi og á sveinsprófi. Gulli lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La Glace í Kaupmannahöfn. Gulli fékk sl. vor viðurkenningu Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. Hann er einn þeirra söluaðila sem stóðu vaktina í fallegu jólahúsi allar helgar í Jólaþorpinu þetta árið.  

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2021. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Í jólablaðinu 2021 er meðal annars að finna umfjöllun um öðruvísi skemmtun, hefðir í hreyfingu, einstaka samheldni íbúa, hús tækifæranna í Hellisgerði, fjölskyldurekin fyrirtæki, norðurljós, töfrum prýdd kaffihús, girnilegar uppskriftir, mikilvægi þess að njóta og slaka, Jólahjartað og hjartasvellið sem opnar í desember, samstarfsverkefni samfélaginu til heilla og síðasta en ekki síst Jólaþorpið sem opnaði fyrstu helgina í aðventu.

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

 

Ábendingagátt