Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár. Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er passað vel upp á að fyrirbyggja matarsóun og eru stefna og markmið með rekstrinum að selja allar vörur upp daglega og framleiða nýjar og ferskar næsta dag.
Í febrúar síðastliðnum stækkaði bakaríið í sama húsnæði sem gerði Gulla kleift að bjóða upp á enn betri þjónustu og úrval. Hann framleiðir hágæða vörur frá grunni úr fyrsta flokks hráefni og leggur áherslu á gæði fram yfir magn. Framleiðslan fer fram í opnu, björtu eldhúsi með stórum gluggum þar sem almenningur getur fylgst með. Á námsferli sínum sigraði Gulli í árlegri keppni bakaranema tvisvar sinnum og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi og á sveinsprófi. Gulli lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La Glace í Kaupmannahöfn. Gulli fékk sl. vor viðurkenningu Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. Hann er einn þeirra söluaðila sem stóðu vaktina í fallegu jólahúsi allar helgar í Jólaþorpinu þetta árið.
Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2021. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Í jólablaðinu 2021 er meðal annars að finna umfjöllun um öðruvísi skemmtun, hefðir í hreyfingu, einstaka samheldni íbúa, hús tækifæranna í Hellisgerði, fjölskyldurekin fyrirtæki, norðurljós, töfrum prýdd kaffihús, girnilegar uppskriftir, mikilvægi þess að njóta og slaka, Jólahjartað og hjartasvellið sem opnar í desember, samstarfsverkefni samfélaginu til heilla og síðasta en ekki síst Jólaþorpið sem opnaði fyrstu helgina í aðventu.
Jólablað Hafnarfjarðar 2021
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…