Metþátttaka á golfmóti starfsfólks bæjarins

Fréttir

Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í blíðviðri á dögunum. Hátt í 60 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. 

Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í blíðviðri á dögunum. Hátt í 60 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Um var að ræða hefðbundið punktamót með forgjöf og höggleik án forgjafar til golfmeistara. Veitt voru nándarverðlaun á 4., 6., 10. og 16. brautum Hvaleyrarvallar og á 6. braut Sveinskotsvallar. 

Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

Keppt var bæði á 18 holu velli og 9 holu velli og voru byrjendur jafnt sem einlægir aðdáendur íþróttarinnar hvattir til að vera með. Til stóð að bjóða upp á kennslutíma fyrir byrjendur í mótsvikunni en í ljósi nándartakmarkana og samkomubanns þurfti bæði að hætta við kennsluna og breyta fyrirkomulagi á verðlaunaafhendingu.

Úrslit golfmóts voru sem hér segir:

Sveinskotsvöllur

  1. Hlöðver Sigurðsson á 21 punkti
  2. Hreiðar Gíslason á 20 punktum
  3. Þórunn Erla Stefánsdóttir á 17 punktum

Hvaleyrarvöllur – punktakeppni m/forgjöf

  1. Heiðrún Jóhannesdóttir á 42 punktum
  2. Lovísa Traustadóttir á 38 punktum
  3. Bergþór Snær Gunnarsson á 38 punktum

Hvaleyrarvöllur – höggleikur

  1. Ágúst Ársælsson á 72 höggum
  2. Halldór Ingólfsson á 74 höggum
  3. Heiðrún Jóhannsdóttir á 86 höggum

Veitt voru nándarverðlaun á par 3 holum á Hvaleyrarvelli

  • Hola 4 – Ellý Erlingsdóttir 1,2 m
  • Hola 6 – Garðar Guðmundsson 7,3 m
  • Hola 10 – Rósa Guðbjartsdóttir 3,0 m
  • Hola 15 – Ágúst Ársælsson 0,92 m

Það er óhætt að segja að tilhlökkun fyrir golfmót starfsfólks 2021 sé þegar farin að gera vart við sig og heyrst hefur að þá ætli sér enn fleiri að taka þátt. Golfíþróttin er sannarlega í vexti og ekki skemmir fyrir að Hafnarfjörður hefur á að skipa einum af flottustu golfvöllum landsins

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum hópnum í heild fyrir frábært mót! Þangað til næst! 

Ábendingagátt