Miðbær – kynningarfundur um skipulagsbreytingar

Fréttir

Staðfundur og beint streymi. Skráning á fund nauðsynleg 

Kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar

Miðvikudaginn 25.8.2021 kl. 17:30 í Bæjarbíó. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar.

Kynning á tillögum að deiliskipulagsbreytingum

Boðað er til kynningarfundar þar sem teknar verða fyrir tillögur að skipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar. Annars vegar er hér um að ræða kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulagsins “Miðbær Hafnarfjarðar – reitur 1”. Hins vegar tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar við Strandgötu 26-30. Athugasemdafrestur við báðar tillögur hefur verið framlengdur til og með 31. ágúst. Á fundi kynna skipulagshöfundar fyrirliggjandi tillögur. Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi, opnar fundinn og sér um fundarstýringu.

Fjöldi þátttakenda í sal miðast við tilmæli yfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Allir fundargestir eru vinsamlega beðnir um að vera með grímu.

Skráning gesta í sal fer fram hér

Nauðsynlegt er að gestir skráning mætingu. Lokað er fyrir skráningu á vef og á staðnum þegar hámarksfjölda í sal er náð.  

—————————————————–

Miðbær Hafnarfjarðar – Strandgata 26-30. Deiliskipulagsbreyting í auglýsingu

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23.06.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Strandgötu 26-30 og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga. Breytingartillagan gerir ráð breyttu byggingarmagni á lóð ásamt blandaðri starfsemi með verslun, þjónustu og hótelrekstur. Tillagan var til sýnis á vef Hafnarfjarðarbæjar, í þjónustuveri að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 02.07. – 31.08.2021.

Sjá tillögu að breytingu

Miðbær Hafnarfjarðar – reitur 1. Deiliskipulagsbreyting í auglýsingu

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt: „Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt.“ Erindið var samþykkt og vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 1. júlí s.l. Tillögurnar ásamt fylgigögnum eru til sýnis á vef Hafnarfjarðarbæjar, í þjónustuveri að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 15.07.-31.08.2021.

Sjá tillögu að breytingu

Athugasemdafrestur við báðar tillögur hefur verið framlengdur til og með 31. ágúst nk. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu um „Miðbæ Hafnarfjarðar – reit 1“ eigi síðar en 31.08.2021.

Skal þeim skilað skriflega á: skipulag@hafnarfjordur.is eða á:

Hafnarfjarðarkaupstaður
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður

Ábendingagátt