Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Staðfundur og beint streymi. Skráning á fund nauðsynleg
Kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar
Miðvikudaginn 25.8.2021 kl. 17:30 í Bæjarbíó. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar.
Kynning á tillögum að deiliskipulagsbreytingum
Boðað er til kynningarfundar þar sem teknar verða fyrir tillögur að skipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar. Annars vegar er hér um að ræða kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulagsins „Miðbær Hafnarfjarðar – reitur 1“. Hins vegar tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar við Strandgötu 26-30. Athugasemdafrestur við báðar tillögur hefur verið framlengdur til og með 31. ágúst. Á fundi kynna skipulagshöfundar fyrirliggjandi tillögur. Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi, opnar fundinn og sér um fundarstýringu.
Fjöldi þátttakenda í sal miðast við tilmæli yfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Allir fundargestir eru vinsamlega beðnir um að vera með grímu.
Skráning gesta í sal fer fram hér
Nauðsynlegt er að gestir skráning mætingu. Lokað er fyrir skráningu á vef og á staðnum þegar hámarksfjölda í sal er náð.
—————————————————–
Miðbær Hafnarfjarðar – Strandgata 26-30. Deiliskipulagsbreyting í auglýsingu
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23.06.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Strandgötu 26-30 og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga. Breytingartillagan gerir ráð breyttu byggingarmagni á lóð ásamt blandaðri starfsemi með verslun, þjónustu og hótelrekstur. Tillagan var til sýnis á vef Hafnarfjarðarbæjar, í þjónustuveri að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 02.07. – 31.08.2021.
Sjá tillögu að breytingu
Miðbær Hafnarfjarðar – reitur 1. Deiliskipulagsbreyting í auglýsingu
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt: „Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt.“ Erindið var samþykkt og vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 1. júlí s.l. Tillögurnar ásamt fylgigögnum eru til sýnis á vef Hafnarfjarðarbæjar, í þjónustuveri að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 15.07.-31.08.2021.
Athugasemdafrestur við báðar tillögur hefur verið framlengdur til og með 31. ágúst nk. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu um „Miðbæ Hafnarfjarðar – reit 1“ eigi síðar en 31.08.2021.
Skal þeim skilað skriflega á: skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Hafnarfjarðarkaupstaður bt. umhverfis- og skipulagssvið Norðurhella 2 221 Hafnarfjörður
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…