Miðlægt námskeið í Krakkabergi frá 5.júlí – 23.júlí

Fréttir

Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi í Setbergsskóla frá 5. júlí og hefjast námskeið aftur í öllum skólum strax eftir verslunarmannahelgi eða frá 4. ágúst til og með 23. ágúst. Dagana 4. – 23. ágúst verður einnig boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna, 6 ára börn fædd árið 2014

Námskeið hefjast aftur í öllum frístundaheimilunum 4. ágúst  

Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi í Setbergsskóla frá 5. júlí til og með 23. júlí. Sumarfrístund hefst svo aftur í öllum skólum strax eftir verslunarmannahelgi eða frá 4. ágúst til og með 23. ágúst. Dagana 4. – 23. ágúst verður einnig boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna, 6 ára börn. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

Sjá nánar á  www.tomstund.is

Opið er fyrir skráningu í sumarfrístund frá og með 28.apríl. Skráning fer fram hér

Ábendingagátt