Mikið dansað og sungið á Grunnskólahátíðinni

Fréttir

Félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði hafa til fjölda ára haldið Grunnskólahátíðina og hefur hátíðin notið gríðarlegra vinsælda meðal hafnfirskra ungmenna. Hátíðin er í venjulegu ári haldin fyrsta miðvikudag í febrúar en undanfarin tvö ár hefur hátíðin bæði fallið niður og dagsetning riðlast vegna heimfaraldurs. Um leið og grænt ljós var gefið frá almannavörnum til veisluhalda í upphafi árs var undirbúningsnefnd hátíðarinnar 2022 ekki lengi að finna nýja dagsetningu og ekki kom til greina að henni yrði aflýst annað árið í röð. Undirbúningsnefndin samanstendur af hafnfirskum ungmennum og starfsfólki félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði. 

Eftir langa bið var loks hægt að halda Grunnskólahátíðina

Félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði hafa til fjölda ára haldið Grunnskólahátíðina og hefur hátíðin notið gríðarlegra vinsælda meðal hafnfirskra ungmenna. Hátíðin er í venjulegu ári haldin fyrsta miðvikudag í febrúar en undanfarin tvö ár hefur hátíðin bæði fallið niður og dagsetning riðlast vegna heimfaraldurs. Um leið og grænt ljós var gefið frá almannavörnum til veisluhalda í upphafi árs 2022 var undirbúningsnefnd hátíðar ekki lengi að finna nýja dagsetningu og ekki kom til greina að henni yrði aflýst annað árið í röð. Undirbúningsnefndin samanstendur af hafnfirskum ungmennum og starfsfólki félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði. 

Ungmenni leggja línurnar og skipuleggja viðburðinn

Hátíðin var haldin í Íþróttahúsinu Strandgötu miðvikudaginn 16. mars. Ungmennin sjálf um að ákveða dagskrá og þema hátíðarinnar. Þannig sáu þeir m.a. um val á tónlistarfólki, varningi til sölu í sjoppunni, að auglýsa viðburðinn og alla aðra skipulagningu og framkvæmd. Við vinnuna nýtur valinn hópur stuðnings starfsfólks félagsmiðstöðvanna. 

Undirbuningur-grunns-002-

Þemað  í ár var Fire and Ice

Þemað í ár var Fire and Ice. Ár hvert er blásið til keppni milli félagsmiðstöðva grunnskólanna um bestu auglýsinguna út frá þema þar sem dæmt er út frá túlkun og hvort allar mikilvægar upplýsingar komi fram.  Að þessu sinni stóð Hraunvallaskóli uppi sem sigurvegari.

Grunnskolahatid2022

 

Mikið dansað, sungið og hlegið 

Ýmsir listamenn stigu á stokk á hátíðinni þetta kvöld en kvöldið byrjaði og endaði á DJ3hundred sem eru ungmenni úr Hafnarfirði. Einnig steig á svið Kormákur frá félagsmiðstöðinni Öldutúnsskóla, sem var einn tveggja söngfugla til að sigra söngkeppni félagsmiðstöðvanna 2022 og verður þar með annar af tveimur fulltrúum Hafnarfjarðar í söngkeppni Samfés í lok apríl . DJ. Dóra Júlía , Sprite Zero Klan og Auddi og Sveppi voru einnig að spila og skemmta ungmennunum sem voru til mikillar fyrirmyndar. Stemming var stórkostleg og mikið sungið, dansað og hlegið. 

IMG_2199

Ábendingagátt