Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Árlega svara foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustuna ánægjukönnun um starfsemina. Á vormánuðum var könnun send á foreldra 890 barna og var svarhlutfallið 88,52%. Niðurstöður könnunar eru ánægjulegar og starfsfólki og stjórnendum heimilanna á sama tíma hrós og hvatning til að gera enn betur.
Markmiðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu
Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1. – 4. bekk og starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Heimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga og bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem byggist á vali, hópastarfi, smiðjum og útiveru. Árlega svara foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustuna ánægjukönnun um starfsemina. Á vormánuðum var könnun send á foreldra 890 barna og var svarhlutfallið 88,52%. Niðurstöður könnunar eru ánægjulegar og starfsfólki og stjórnendum heimilanna á sama tíma hrós og hvatning til að gera enn betur.
93% svarenda telja barnið sitt mjög ánægt eða frekar ánægt á sínu frístundaheimili sem er hækkun um 10% milli ára. Ánægja þeirra foreldra og forráðamanna sem eru mjög ánægðir hækkar jafnframt úr 39% fyrir árið 2020 í 47% árið 2021. Í niðurstöðum kemur fram að foreldrar telja upplýsingaflæði frá frístundarheimili gott og að aðgengi að stjórnendum sé mjög gott. Samskipti við starfsfólk eru metin mjög góð eða frekar góð eða 89,32%. Ánægjulegar niðurstöður gefa í skyn og ýta undir þá tilfinningu að faglegt framlag, sveigjanleiki og metnaður starfsfólks frístundaheimilanna á tímum Covid19 hafi skilað sér alla leið til foreldra og forráðamanna þrátt fyrir skert aðgengi foreldra að frístundaheimilunum. Árið var óvenjulegt og þá ekki síst fyrir þær sakir að starfsárið, haustið 2020, hófst með takmörkunum og foreldrum óheimilt að koma inn í skólana og frístundaheimilin. Foreldrar barna í 1.bekk fengu því margir hverjir ekki tækifæri til að heimsækja frístundaheimilin eða hitta starfsfólkið fyrr en langt var liðið á starfsárið. Aðstandendur eru almennt mjög ánægðir eða frekar ánægðir með dagskrá frístundaheimilanna eða 85% og tölur sem snúa að aðstöðu frístundaheimilanna fara hækkandi.
Niðurstöður könnunar eru mikilvægt innlegg í mat á starfi frístundaheimilinna og skipulag. Þær gefa mikilvægar upplýsingar um það starf sem vel er unnið og hvað má betur fara. Öll frístundaheimili fá sínar niðurstöður og opin svör sem innihalda bæði hrós og gagnlegar ábendingar og rýna stjórnendur og starfsfólk niðurstöðurnar og setja sér markmið.
Minnum foreldra og forráðamenn á skráningu barna sinna á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.
Skráning á frístundaheimili fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður – sjá hér
Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu réttar og sérþarfir skráðar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð um vistun á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.
Nánari upplýsingar um frístundaheimili í Hafnarfirði
Skráning á frístundaheimili
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…