Mikil gróska í hafnfirsku atvinnulífi

Fréttir

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús&bar fengu einnig viðurkenningu.

Hvatningarverðlaun
Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi
Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar
fengu einnig viðurkenningu.

Íshús Hafnarfjarðar hlaut verðlaunin fyrir að hafa lyft
bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Verðlaunin eru
þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera
Hafnarfjörð að betra samfélagi. Það eru Anna María
Karlsdóttir, mannfræðingur, og Ólafur Gunnar Sverrisson, tréskipasmiður, sem
reka Íshús Hafnarfjarðar sem er samfélag keramik-, textíl- og vöruhönnuða,
listamanna, iðn– og handverksfólks í gömlu fallegu frystihúsi við
smábátahöfnina í Hafnarfirði. Íshúsið er sjálfsprottið
en upphafið má rekja til þess að þau vildu kanna hvort grundvöllur væri fyrir að
leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einhverskonar
gróðrarstöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun. Segja má að það hafi gengið
framar öllum vonum því Íshúsið hýsir í dag vinnuaðstöðu 45
listamanna sem fást við ólík viðfangsefni. Tilkoma Íshússins hefur mikið
aðdráttarafl fyrir bæjarfélagið og hafa bæjarbúar tekið starfseminni fagnandi
sem og aðrir innlendir og erlendir gestir sem koma í hópaheimsóknir til að
kynna sér starfsemina.

Annríki – Þjóðbúningar og skart er rekið af Ásmundi
Kristjánssyni, vélvirkja og gullsmiði og Guðrúnu Hildi Rosenkjær,
klæðskera og kjólameistara. Þau sérhæfa sig í öllu því sem viðkemur íslenska
 þjóðbúningnum, sinna rannsóknum, standa fyrir kennsluhaldi og kynningum
um land allt. Annríki setur skemmtilegan og jákvæðan brag á bæjarlífið t.d. söfnuðu
þau saman 100 fjallkonum á Hamrinum til að
minnast 100 ára kosningarafmælins kvenna. Afhentu Byggðasafni Hafnarfjarðar og
Hafnarfjarðarbær að gjöf faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen í
tilefni afmælis Sívertsen sem þau hjónin unnu í samstarfi við hópinn Faldafreyjur.

VON mathús & bar er
rekið af Einari Hjaltasyni sem er
margrómaður matreiðslumaður sem býr yfir mikilli reynslu úr eldhúsinu og
Kristjönu Þura sem einnig hefur mikla reynslu úr veitinga-og hótelgeiranum. VON
er lítið og metnaðarfullt, fjölskyldurekið mathús við höfnina í Hafnarfirði sem
leggur mikla áherslu á árstíðabundna íslenska matargerð og hráefnanotkun. Hugmyndina
að staðnum má helst rekja til brennandi áhuga og ástríðu þeirra á matargerð og
eftirspurn eftir fjölbreyttri staðbundinni matarmenningu. Það er óhætt að segja
að staðurinn hafi slegið í gegn og sé mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið.

Ábendingagátt