Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Umtalsverðu fjármagni verður veitt í aukin hlunnindi og bætt kjör leikskólastarfsfólks. Einn helsti áhersluþáttur fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2022 er að skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Markmiðið er að efla leikskólastigið, ýta undir verðskuldaða virðingu þess, minnka álag og auka áhuga á starfsvettvanginum.
Einn helsti áhersluþáttur fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2022 er að skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Markmiðið er að efla leikskólastigið, ýta undir verðskuldaða virðingu þess, minnka álag og auka áhuga á starfsvettvanginum. Á meðal þeirra aðgerða sem ráðist verður í á næsta ári er eftirfarandi:
„Við höfum síðustu mánuði og misseri verið að vega og meta leiðir og velta upp hugmyndum um hvernig við getum eflt leikskólana í Hafnarfirði og bætt aðstæður og kjör starfsmanna. Það var m.a. gert með samtali við hvern og einn leikskólastjóra í bænum. Niðurstaðan er að leggja áherslu á ofangreind atriði á nýju fjárhagsári. Með þessum aðgerðum viljum við svara kalli leikskólastarfsmanna og það umfram kjarasamninga. Tel ég að hér sé um mikil tímamót að ræða í þeim efnum. Umræða um leikskólamál í Hafnarfirði hefur verið óvægin og ekki til þess fallin að ýta undir ánægju eða áhuga á starfinu. Nú verðum við að leggjast á eitt og tryggja leikskólastiginu verðskuldaða viðurkenningu og áhuga. Aðgerðirnar hafa verið kynntar leikskólastjórum sem lýstu yfir mikilli ánægju og bjartsýni ríkir um að þær skili tilætluðum árangri,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Skortur á leikskólakennurum á landsvísu kallar á róttækari aðgerðir
Nú verður samfélagið að leggjast á eitt og tryggja leikskólastiginu verðskuldaða viðurkenningu og áhuga
Námssamningar og stuðningur við ófaglærða til að afla sér menntunar í faginu hefur um nokkurt skeið verið ein af grunnstoðum aðgerða bæjarins og hefur notið töluverðra vinsælda. Skortur á leikskólakennurum á landsvísu kallar á róttækari aðgerðir og í áætlunum komandi árs leggur sveitarfélagið enn meiri áherslu á námssamninga, styrki og námskeið og hækkun á fastri yfirvinnu til alls starfsfólks leikskólanna. Með auknu hlutfalli stjórnunar aðstoðarleikskólastjóra um 20-35% í hverjum leikskóla er faglegu starfi innan skólanna gefið aukið vægi. Hafnarfjarðarbær hefur undanfarin ár lagt kapp á að styrkja leikskólastigið og tryggja fyrsta skólastiginu betri starfsaðstæður. Með því að koma á sveigjanlegum vistunartíma sem stuðla ætti að styttri vinnuviku allra, jafnt barna sem og starfsfólks. Dvalartími íslenskra barna er sá lengsti sem þekkist í heiminum. Með þessari nálgun er verið að huga að velferð barna og koma til móts við starfsumhverfi allra í leikskólum. Unnið verði að útfærslu á sveigjanlegum vistunartíma í samráði við leikskólastjóra.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…