Mikil röskun á sorphirðu – 10 daga seinkun

Fréttir

Tæming á hvorutveggja grátunnu og blátunnu er nú 10 dögum á eftir áætlun og eru ástæðurnar margþættar. Þessa dagana er verið að keyra á lengri vöktum og unnið utan hefðbundins þjónustutíma.

Unnið utan hefðbundins þjónustutíma til að vinna upp seinkun

Íbúar hafa ekki farið varhluta af þeirri miklu röskun og seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu daga og vikur. Tæming á hvorutveggja grátunnu og blátunnu er nú 10 dögum á eftir áætlun og eru ástæðurnar margþættar. Upphaflega tafði snjókoma og færð för og svo frídagar yfir jólahátíðina. Einnig hefur tækni, tæki og mönnun sorphirðu á vegum þjónustuaðila haft mikil áhrif með þeim afleiðingum að erfitt hefur reynst að vinna upp seinkun. Þessa dagana er verið að keyra á lengri vöktum og unnið utan hefðbundins þjónustutíma.

Tryggjum aðgengi að sorptunnunum

Íbúar eru áfram hvattir til þess að hreinsa frá sínum sorptunnum til þess að sorphirðuaðilar komist að til að tæma þær þegar bíllinn fer um hverfið. Íbúar eru hvattir til að fara sjálfir með umfram pappír og pappa frá jólahátíðinni á endurvinnslustöð Sorpu á Breiðhellu. Hægt er með auðveldum hætti að fá upplýsingar um losunardagsetningar niður á heimilisfang (án tillits til núverandi seinkunar) á vef bæjarins undir sorphirða: https://hafnarfjordur.is/thjonusta/umhverfi-og-samgongur/sorphirda/. Sorphirðudagatal gerir að jafnaði ráð fyrir þriggja daga sveigjanleika í tæmingu og því birtast fleiri en ein dagsetning í dagatali. Samningum samkvæmt er grátunnan losuð á 14 daga fresti og blátunnan á 28 daga fresti.

Ábendingagátt