Mikil seinkun á sorphirðu

Fréttir

Eins og staðan er í dag er tæming á allri flokkun úrgangs, bæði í grátunnu og blátunnu, á eftir áætlun og hefur verið frá því á milli jóla og nýárs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá þjónustuaðila verður allt kapp lagt á að vinna upp seinkun um helgina og fram í næstu viku. Ítarlegri upplýsingar verða gefnar út strax eftir helgi og þá með stöðu mála í hverju hverfi fyrir sig. Við þökkum íbúum fyrir skilning á ástandinu og vonum að sorphirðan verði komi á rétt ról sem fyrst.

Ítarlegri upplýsingar gefnar út strax eftir helgi

Eins og staðan er í dag er tæming á allri flokkun úrgangs, bæði í grátunnu og blátunnu, á eftir áætlun og hefur verið frá því á milli jóla og nýárs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá þjónustuaðila verður allt kapp lagt á að vinna upp seinkun um helgina og fram í næstu viku.. Ítarlegri upplýsingar verða gefnar út strax eftir helgi og þá með stöðu mála í hverju hverfi fyrir sig. Við þökkum íbúum fyrir skilning á ástandinu og vonum að sorphirðan verði komi á rétt ról sem fyrst.

Unnið utan hefðbundins þjónustutíma til að vinna upp seinkun

Íbúar hafa ekki farið varhluta af þeirri miklu röskun og seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu dag. Upphaflega tafði snjókoma og færð för, í framhaldinu asahláka með tilheyrandi hálku svo og frídagar yfir jólahátíðina og mannekla. Grátunna á að vera losuð á 14 daga fresti og blátunnan á 28 daga fresti. Allt kapp er lagt á að vinna upp seinkun og munu upplýsingar um árangur helgarinnar og stöðu mála í upphafi nýrrar viku verða gefnar út á miðlum bæjarins á mánudag.

Sorphirðudagatal á vef bæjarins

Sorphirðudagatal á vef bæjarins er mikið notað. Eins og staðan er í dag þurfa íbúar að bæta við 7-10 dögum við þær dagsetningar sem birtast. Ef niðurstöður standast ekki eru íbúar hvattir til að senda inn ábendingu þannig að hægt sé að skoða þau tilfelli sérstaklega. Á snjóþungum dögum milli jóla- og nýárs og á hálkudögum eftir áramótin neyddust sorpbílar frá að hverfa í þröngum götum og í einhverjum tilfellum virðast þessar götur hafa alveg gleymst. Við værum því afar þakklát að heyra frá íbúum sem eru að upplifa slík mistök.

Sláðu inn götuheiti og fáðu dagsetningar fyrir þitt heimili

Þakkir fyrir sýndan skilning!

 

Yfirlit yfir endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu 

Yfirlit yfir grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

 

Ábendingagátt