Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði

Fréttir

Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins.

Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins.

Vellirnir hafa byggst hratt upp og nú búa þar um 4900 manns.  Vellirnir eru hverfi sem hefur upp á allt að bjóða, á svæðinu er þjónusta, sundlaug, íþróttamiðstöð og öflugt skólasamfélag.

„Töluvert er spurt um lóðir og finnum við  fyrir auknum áhuga á lóðum í Hafnarfirði . Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á fjölbreytt úrval af lóðum og er ánægjulegt að sjá hvað margir höfðu áhuga að byggja á Kirkjuvöllunum „ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Ábendingagátt