Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Röskun verður á starfsemi og þjónustu vegna veðurs
Von er á afar slæmu veðri síðar í dag og hefur óvissustigi verið lýst yfir á landinu öllu. Mikilvægt er að allir íbúar og aðrir sem þurfa ekki að vera úti að nauðsynjalausu fari heim áður en veðrið skellur á og haldi sig heima. Reiknað er með að veðrið skelli á í síðasta lagi kl. 17 í dag og standi fram eftir nóttu. Mikil óvissa er en varðandi morgundaginn, hvernig veðrið verður og hvernig gengur að koma samgöngum á eftir óveðrið. Við hvetjum bæjarbúa til að sýna þolinmæði, njóta þess að vera heima og fylgjast vel með tilkynningum og fréttum. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir þakka sérstaklega því hversu vel gekk í síðasta óveðri, sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið þann 1. desember sl., hversu vel íbúar sveitarfélaganna allra og þar með foreldrar og forráðamenn fóru eftir ráðleggingum og tilmælum.
Veður gæti raskað skólastarfi í fyrramálið, stefnt er þó að þvi að halda grunnskólum opnum. Fylgist með tilkynningum: http://shs.is/
SHS, lögregla og almannavarnir mælast til þess að börn verði sótt í skóla og frístundastarf fyrir klukkan 16:00 í dag, þannig að þau séu trygg heima þegar veðrið skellur á. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðnum, enda eru þau örugg þar.
Öll íþróttamannvirki Hafnarfjarðarbæjar verða lokuð frá kl. 16 í dag. Allar æfingar íþróttafélaga falla niður. Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðarbæjar loka kl. 15 í dag en þjónustuver verður opið til 16 líkt og aðra daga. Bókasafn og Hafnarborg loka kl. 15 og aðrar menningarstofnanir Hafnarfjarðarbæjar kl. 16.
Leitast verður við að halda úti þjónustu Strætó bs. til kl. 18 í dag en röskun gæti orðið á þjónustunni fyrr. Ferðaþjónusta fatlaðra stefnir að því að koma öllum farþegum heim fyrir kl. 16.30. Mælst er til þess að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafi samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanti í vefþjónustu akstursþjónustunnar.
Fyrirsjáanlegt er að fárviðrinu fylgi hlýindi, sérstaklega þegar líður á nóttina og því er mælst til þess að hreinsað verði frá niðurföllum þar sem þess er kostur. Gott er að huga að þessu hið fyrsta meðan færi gefst.
Við hvetjum íbúa til að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu bæjarins auk þess sem allar nýjustu upplýsingar verða settar á Facebook.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…