Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðun nýs samgönguráðherra um að ráðist verði í útboð og gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar strax í upphafi á þessu ári. Gatnamótin eru mikið öryggismál fyrir m.a. íbúa Vallahverfis og alla þá sem erindi eiga á stækkandi atvinnusvæði í Hellna- og Kapelluhrauni.
Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðun nýs samgönguráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að ráðist verði í útboð og gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar strax í upphafi á þessu ári. Gatnamótin eru mikið öryggismál fyrir m.a. íbúa Vallahverfis og alla þá sem erindi eiga á stækkandi atvinnusvæði í Hellna- og Kapelluhrauni.
Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar eru orðin löngu tímabær framkvæmd og þau T-gatnamót sem nú eru á svæðinu barn síns tíma. Umferð á Reykjanesbraut, til og frá Keflavík, hefur vaxið svo um munar síðustu ár og eru aðstæður í og við gatnamótin stórhættulegar eins og fjöldi árekstra og slysa á svæðinu síðustu mánuði og ár bera glöggt vitni. „Ég fagna mjög staðfestingu ráðherra á því nú í morgunsárið að framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar fari af stað í upphafi þessa árs. Ég vænti þess að hlutirnir gangi nokkuð hratt fyrir sig, að verkið fari í útboð á næstu vikum og samið verði við væntanlegan verktaka um að framkvæmdir hefjist á vormánuðum og verði lokið fyrir árslok.“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Þetta er svo sannarlega skref í rétta átt og geri ég ráð fyrir að tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð ljúki í kjölfarið. Þetta tvennt verður að haldast í hendur“. Það er óhætt að segja að Hafnarfjörður hafi setið eftir þegar kemur að útdeilingu fjármuna vegna framkvæmda við stofnvegakerfið. Þessi ákvörðun markar því ákveðin tímamót. Fleiri brýn verkefni liggja fyrir í uppbyggingu stofnvegakerfisins í gegnum bæinn en auk gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar eru tvenn gatnamót í kerfinu sem löngu eru hætt að anna þeirri umferð sem um þau fara. Hlíðartorg er hringtorg á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu/Hlíðarbergs. Þau gatnamót eru yfirfull í dag og á álagstímum ná bílaraðir langleiðina að Straumsvík. Nauðsynlegt er að auka flutningsgetu þessa hringtorga með einhverju móti og koma með varanlegar lausnir sem auka öryggi allra hlutaðeigandi. Einnig þarf að horfa til gatnamóta Fjarðarhrauns og Reykjanesbrautar við Kaplakrika.
Bæjaryfirvöld, fyrirtæki og íbúar hafa kallað eftir framkvæmdum
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur um langt skeið skorað á Alþingi að veita fjármagni í framkvæmdina auk þess sem fyrirtæki og íbúar á svæðinu hafa haldið fundi og sent öllum hlutaðeigandi erindi um áhyggjur sínar af stöðu mála. Fyrir nákvæmlega ári síðan héldu fyrirtæki á Hellnahrauni og Selhrauni samstöðufund sem sneri fyrst og fremst að bættu öryggi á svæðinu. Iðnaðarsvæðið þykir eitt af bestu iðnaðarhverfunum á Íslandi í dag og eru stækkunarmöguleikar þar töluverðir. Á fundi þrýstu fyrirtækin á framkvæmdir við mislæg gatnamót gagngert til að tryggja öryggi starfsmanna sinna og viðskiptavina, sem og allra þeirra sem leið eiga um hverfið.
Bið eftir aðgerðum hefur haft áhrif á vöxt og frekari uppbyggingu á svæðinu þar sem áhugasöm fyrirtæki hafa sett það fyrir sig að byggja upp starfsemi eða flytja á svæðið vegna þessa. Þessi ákvörðun og fyrirliggjandi framkvæmd hefur því gríðarleg áhrif á daglegt líf og frekari uppbyggingu. Fjöldi fyrirtækja á Hellnahrauni, Selhrauni og á Völlunum er í kringum 160 og ætla má að starfsmenn séu a.m.k. 1.700 talsins. Stór hluti starfsmanna þessara fyrirtækja, íbúar á svæðinu sem eru tæplega 5.000 talsins auk gesta og viðskiptavina, sem sækja þjónustu á svæðið, fer um þau T-gatnamót sem til staðar eru í dag og sett voru upp sem tímabundin lausn meðan svæðið var í uppbyggingu. Um gatnamótin aka a.m.k. 217.000 stórir flutningabílar á ársgrundvelli eða að meðaltali 93 trukkar á klukkustund (virka daga frá kl. 7:30 – 18) samkvæmt tölum frá sex stórum fyrirtækjum á svæðinu auk annarrar umferðar sem teknar voru saman samhliða fundi fyrirtækjanna í upphafi síðasta árs. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi aukist síðan þá.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.